Karl sigraði í Sport skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. janúar 2015 17:22

2015 sport 123 18jan 2015 sportskb 18janLandsmót STÍ í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 552 stig. Í öðru sæti varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 508 stig og í þriðja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig með 508 stig en Þórður vann í bráðabana. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1509 stig en sveitina skipuðu Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Jón Árni Þórisson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur en hana skipa Kolbeinn Björgvinsson, Jórunn Harðardóttir og Þórhildur Jónasdóttir. Keppendur voru 11 talsins úr þremur félögum.

AddThis Social Bookmark Button