Miðvikudagur, 01. janúar 2014 12:50 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins gæfu og góðs gengis á nýju ári. Stjórnin þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn í starfinu á gamla árinu og enn og aftur má geta þess að ekki verða unnin mörg afrek á sviði skotíþróttarinnar ef sjálfboðastarfs nyti ekki við. Sama er að segja um uppbyggingu starfsins í heild, hvort það er í þjálfun og leiðbeiningum í íþróttinni eða uppbyggingu og viðhaldi aðstöðunnar. Mörg afrek hafa verið unnin á sviði skotíþróttarinnar á árinu sem er að kveðja. Þau afrek verða ekki tíunduð hér enda hefur þeim verið gerð góð skil hér á síðunni að undanförnu. Stjórn félagsins hvetur þá sem vilja taka þátt í starfinu, með einhversskonar sjálfboðastarfi á nýju ári, að hafa samband við skrifstofu félagsins og eða starfsfólk félagsins á æfingasvæðum.
Gleðilegt nýtt ár, Stjórn Skotfélags Reykjavíkur.
|
|
Mánudagur, 30. desember 2013 14:13 |
Mæting keppenda á Áramótið í skeet er kl.10:30
|
Föstudagur, 27. desember 2013 09:59 |
Minnum á riffilmótið á Gamlársdag. Sjá nánari upplýsingar um mótið á næstu síðu hér að neðan... Athugið að lokaskráningu í mótið hefur verið framlengd til 30. des. til kl 18:00...
|
Þriðjudagur, 24. desember 2013 16:55 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins Gleðilegra Jóla !
|
Mánudagur, 23. desember 2013 20:33 |
Árangur á mótum:
EM í Odense, Danmörku Loftskammbyssa AP60 61 kepp. 8.sæti í úrslit
EM í Osjek, Króatiu Frjáls skammbyssa FP 65 kepp. 15.sæti
|
Nánar...
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 158 af 296 |