Dagný varð í 2.sæti á Landsmótinu í Hafnarfirði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 27. apríl 2014 19:13

2014 sr kvlid 26april2014 sr alid 27april2014 urslit kv 27aprilÁ Landsmóti STÍ, sem haldið var í Hafnarfirði um helgina, varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur í öðru sæti með 28 stig og Lísa Óskarsdóttir úr SR varð í þriðja sæti með 11 stig. Eva Ó. Skaftadóttir úr SR með 9 stig. Í karlaflokki áttum við þrjá keppendur, þá Gunnar Sigurðsson með 85 stig, Guðmund Pálsson með 100 stig, en hann hafnaði í 4.sæti í aðalkeppninni, og Kjartan Örn Kjartansson með 89 stig. Saman lentu þeir í 3ja sæti í liðakeppninni. Nánar á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmeistaratitlar til okkar keppenda Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 26. apríl 2014 18:02

2014 loft a lid sr2014 loft asgsig2014 loft ghelgi2014 loft iris eva2014 loft krista thorstÁ Íslandsmeistaramótinu í dag hlutu keppendur SR nokkra Íslandsmeistaratitla. Guðmundur H. Christensen í loftriffli karla, Íris Eva Einarsdóttir í loftriffli kvenna, Kristín Á. Thorstensen í loftskammbyssu unglinga, Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu, kvennasveit SR í loftskammbyssu með Jórunni Harðardóttur, Kristínu Sigurðardóttur og Kristínu Á. Thorstensen innanborðs. Einnig varð karlasveitin meistari með þá Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmund Kr. Gíslason og Gunnar Þ. Hallbergsson innanborðs. Nánar á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Loftbyssu á laugardag í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 23. apríl 2014 19:51

jorunn skb 2013 gkg_5803
Íslandsmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. 29 keppendur eru skráðir til leiks. 1. riðill hefst með 15 mín. undirbúningstíma kl. 9:30. Æfingatími hefst kl. 9:45 og sjálf keppnin kl.10:00. 2. riðill hefst kl.11:30 með 15 mín.undirbúningstíma. Æfingatími hefst kl. 11:45 og sjálf keppnin kl. 12:00. Ath. að enginn final er haldin á þessu móti frekar en á öðrum STÍ mótum þetta árið. Þau mál eru í skoðun.

Keppnisæfing skráðra keppenda er á föstudaginn kl.19-21.

AddThis Social Bookmark Button
 
Opið á Álfsnesi fyrir félagsmenn í dag og á morgun Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 22. apríl 2014 09:14

Opið verður uppi á Álfsnesi fyrir félagsmenn Skotfélags Reykjavíkur í dag, þriðjudaginn 22. apríl og miðvikudaginn 23. apríl kl. 15-19. Á Sumardaginn fyrsta er svo opið frá kl. 13-18.

AddThis Social Bookmark Button
 
Mávamót SR á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 21. apríl 2014 17:25

Fyrsta Mávamót SR í ár fór fram í dag í ekki sem bestu aðstæðum, rigningaskúrum og á stundum allskonar vindi, nokkuð hvössum, en þó var mótið hin besta skemmtun. Nokkrir ferskir keppendur mættu til leiks og höfðu gaman að. Mikil og misjöfn glíma var við náttúruöflin, rigninguna og rokið og gekk keppendum misjafnlega í þessum aðstæðum. Daníel Sigurðsson sigraði á mótinu með samtals 142 stig af 150 mögulegum. Á hæla honum kom Bergur Arthússson með 141 stig og í þriðja sæti Kjartan Friðriksson með 131 stig. Soffía Bergsdóttir endaði í fjórða sæti með 128 stig og Sigurður Einarsson í því fimmta með 126 stig. Mávamótin fara fram á 300, 200 og 100 metrum og er 5 skor skotum skotið á hvert færi. Þeir sem vilja kynna sér sportið nánar, geta skoðað skífurnar uppi á Álfsnesi og fengið þar frekari upplýsingar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skráning á Íslandsmót í loftbyssu og Landsmót í skeet Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. apríl 2014 18:19

Tvö STÍ mót eru helgina 26.-27. apríl. Íslandsmótið í loftbyssugreinunum fer fram í Egilshöll og í Hafnarfirði verður fyrsta landsmót sumarsins í Skeet. Skráning okkar keppenda þarf að berast í síðasta lagi fyrri part þriðjudagsins 22.apríl á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>

Síða 152 af 299

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing