Reykjavíkumeistarar 2014 í loftbyssugreinunum Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 12. febrúar 2014 22:53

2014 loftbyssa rvkmot 12 feb
2014 rvikmot hopur2014 rvikmot meistararÍ kvöld fór fram Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli í Egilshöllinni. Keppt var í opnum flokkum en efsti keppandinn úr Reykjavíkurfélagi krýndur Reykjavíkumeistari 2014 í sinni grein. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 400,8 stig og varð þar með Reyikjavíkurmeistari 2014. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr SR með 396,0 stig. Í loftriffli karla sigraði Logi Benediktsson úr SFK með 558,0 stig, annar varð Theódór Kjartansson úr SFK með 514,0 stig og í þriðja sæti Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 499,3 stig og þar með Reykjavíkurmeistari 2014. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 365 stig og varð Reykjavíkurmeistari 2014 en önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 356 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Tómas Viderö úr SFK með 558 stig, annar varð Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 546 stig og varð þar með Reykjavíkurmeistari 2014. Þriðji varð svo Gunnar Þ. Hallbergsson úr SR með 541 stig.

AddThis Social Bookmark Button