Sigurður Unnar náði silfrinu í Frakklandi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. maí 2014 15:37

2014 siddi w gunÞá er Franska meistaramótinu í Skeet-haglabyssu lokið og endaði Sigurður Unnar Hauksson í öðru sæti í unglingaflokki með 110 stig (23-20-21-24-22), frábært hjá honum. Í karlaflokki endaði Ellert Aðalsteinsson í 12.sæti með 109 stig (23-22-23-22-19). Anthony Terras frá Frakklandi sigraði með 119 stig, José Aramburu frá Spáni varð í 4.sæti með 117 stig, Marko Kemppainen frá Finnlandi í 5.sæti einnig með 117 stig, og Heikki Meriluoto frá Finnlandi í 7.sæti með 114 stig. Fínn túr hjá okkar mönnum en þeir voru í æfingabúðum á Spáni vikuna fyrir mótið með Finnunum og Spánverjanum.

AddThis Social Bookmark Button