Íslandsmet í Egilshöllinni í Staðlaðri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 09. desember 2019 07:58

Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í Reykjavík, setti A-sveit SFK nýtt Íslandsmet, 1632 stig. Sveitina skipuðu Ívar Ragnarsson (559), Jón Þór Sigurðsson (541) og Friðrik Þór Goethe (532) eldra metið átti sveit SFK, 1627 stig, sett árið 1993. Þeir urðu einnig í fyrstu þrem sætunum í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð A-sveit SR í öðru sæti með 1473 stig og B-sveit SFK í þriðja sæti með 1462 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna. Eins er hægt skoða úrslitin nánar og skífur hvers skotmanns fyrir sig hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
LANDSMÓT Í Staðlaðri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. desember 2019 19:59

Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á morgun, sunnudag, og hefst kl.09:00

Hægt verður að fylgjast með keppninni á þessari slóð.

AddThis Social Bookmark Button
 
Lokað á Álfsnesi í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. desember 2019 12:01
Vegna veðurs er lokað á Álfsnesi í dag
AddThis Social Bookmark Button
 
Veiðirifflamótið verður sunnudaginn 29.desember 2019 Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 03. desember 2019 13:43

riffilskyttaVeiðiriffla-Áramótið verður haldið á Álfsnesi sunnudaginn 29.desember 2019. Mæting keppenda er kl.11:30. Keppni hefst kl.12:00.

Skotið verður á rauðu skífurnar (BR 100+200+300) á 100, 200 og 300 metra færi, 5 skot á hverja skífu (1 skot í hring). Æfingaskot leyfð.

Einsog áður eru eingöngu leyfðir rifflar með tvífæti á forskefti og engan stuðning (púða min 10sm) við afturskefti nema öxlina. Eins eru öll kaliber leyfð og skyttur hvattar til að nota hljóðdeyfa, en engar hlaupbremsur.

Gott væri að fá skráningu senda á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að sjá fjöldann sem hefði hug á að mæta.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn vann 50m liggjandi á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 25. nóvember 2019 07:46

Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram á Ísafirði laugardaginn 16.nóvember s.l. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 613,8 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur meða 567,6 stig og í þriðja sæti Elín Drífa Ólafsdóttir úr SÍ með 511,4 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 612,7 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 609,2 stig og Valur Richter þriðji með 604,6 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1812,9 stig og sveit SR varð önnur með 1774,0 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn og Helgi sigruðu í Þríþraut Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. nóvember 2019 07:50

2016jorhel13febLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í Þrístöðuriffli fór fram á Ísafirði á sunnudaginn. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1094 stig, í öðru sæti hafnaði Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1034 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 969 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1077 stig og í öðru sæti Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 968 stig. Í liðakeppninni hlaut sveit Skotfélags Reykjavíkur gullið með 3075 stig og silfrið sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 2732 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>

Síða 56 af 294

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing