Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. apríl 2009 18:48
Á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu í dag unnu okkar keppnisfólk öll gullverðlaunin. Karl Kristinsson í karlaflokki, í liðakeppninni fengum við líka gullið með þá Karl, Jón Árna Þórisson og Sigurð Sigurðsson innaborðs og svo í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari. Frábær árangur, hamingjuóskir til ykkar allra. Mótaúrslitin eru inná STÍ síðunni.
AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 02. apríl 2009 12:52
Um næstu helgi fara fram 3 Íslandsmót í skotfimi. Á laugardag er keppt í Staðlaðri skammbyssu í Digranesi og í Þríþraut í riffli í Egislhöll. Á sunnudag er svo keppt í Sport skammbyssu í Digranesi.
AddThis Social Bookmark Button
 
Landsliðsæfingar á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. mars 2009 17:37
Peeter PakkLandsliðsæfingar í skeet hafa staðið yfir í dag. Peeter Pakk frá Eistlandi hefur verið á æfingum í dag með landsliði okkar. Peeter er nú landsliðsþjálfari Finna en sá af nokkrum dögum til að kíkja á okkar menn. Þeir verða við æfingar á Álfsnesi í dag, á morgun laugardag og svo fékkst undanþága hjá Heilbrigðiseftirliti til æfinga á sunnudaginn líka. Nokkrar myndir frá æfingunum í dag eru hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ný ISSF regla Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 24. mars 2009 08:28
Í nýju ISSF-alþjóðareglunum er m.a.ein breyting sem skiptir skammbyssuskotmenn máli. Gikkþyngdin í Grófri Skammbyssu hefur verið að lágmarki 1360 grömm hingað til en hefur nú verið lækkuð til samræmis við Staðlaða og Sport skammbyssu í 1000 grömm.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir Íslandsmeistari í Frjálsri Skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 21. mars 2009 17:54

Ásgeir Sigurgeirsson sigraði á Íslandsmótinu í Frjálsri Skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag. 

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Peeter Pakk til Íslands Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 20. mars 2009 08:57
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í haglabyssu er væntanlegur til landsins í næstu viku. Hann mun verða hér við þjálfun landsliðs okkar í skeet í nokkra daga. Landsliðsmennirnir sjálfir bera stærsta hluta kostnaðarins sjálfir en STÍ leggur þó fram töluverðan hlut einnig. SR hefur boðið aðstöðu sína til æfinganna.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 Næsta > Síðasta >>

Síða 277 af 288

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing