Örn náði Ólympíulágmarki í Danmörku um páskana Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. apríl 2009 09:59
Á Páskamótinu í Holstebro í Danmörku náði okkar maður, Örn Valdimarsson, að skora 114 stig
AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
Íslandsmeistarar á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 08. apríl 2009 08:42
Karl Kristinsson varð Íslandsmeistari í karlaflokki, í Sport skammbyssu á sunnudaginn, og Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki. Óskum þeim til hamingju með titlanna. Þau höfðu daginn áður einnig hlotið sigurlaunin á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu. Frábær árangur okkar keppnismanna.Laughing
AddThis Social Bookmark Button
 
Haglabyssumenn til Danmerkur Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 08. apríl 2009 08:33
Nokkrir keppnismenn í haglabyssu keppa í Danmörku um páskana. Einn þeirra er okkar maður, Örn Valdimarsson. Vonandi fáum við fréttir af þeim og munum þá birta árangur þeirra hér.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir færist upp Evrópulistann Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. apríl 2009 20:52
Skotsamband Evrópu, ESC, var að birta nýjan lista yfir bestu skotmenn Evrópu. Ásgeir Sigurgeirsson er kominn uppí 48.sæti í Loftskammbyssunni. Það er besti árangurs íslensks skotmanns frá upphafi. Hann fer til keppni á Heimsbikarmótið í Munchen 16.maí n.k. og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur þar í keppni við þá bestu. Ásgeir er aðeins 23ja ára gamall og á framtíðina fyrir sér.
AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót UMFÍ 2009 á Akureyri Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. apríl 2009 19:50
Landsmót Ungmennafélags Íslands verður haldið á Akureyri dagana 9. til 12.júlí í sumar. Í skotgreinum verður keppt í SPORTING-haglabyssu, SKEET-haglabyssu, Staðlaðri Skammbyssu og Loftskammbyssu. Fyrir hönd Íþróttabandalags Reykjavíkur mun Skotfélag Reykjavíkur senda keppendur í allar greinar einsog áður og stefnir að því að verja sigurinn frá síðustu tveimur Landsmótum þar sem við höfum sigrað í heildarstigakeppni mótanna í skotfimi. Reykjavík má senda 4 keppendur í hverja grein og munum við velja þá tímanlega. Væntanlega verður hver og einn að sjá um sig með gistingu og má reikna með að flestir mæti með tjöld, fellihýsi eða hjólhýsi. Nánar má lesa um landsmótið á heimasíðu UMFÍ.
AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. apríl 2009 18:48
Á Íslandsmótinu í Staðlaðri skammbyssu í dag unnu okkar keppnisfólk öll gullverðlaunin. Karl Kristinsson í karlaflokki, í liðakeppninni fengum við líka gullið með þá Karl, Jón Árna Þórisson og Sigurð Sigurðsson innaborðs og svo í kvennaflokki varð Jórunn Harðardóttir Íslandsmeistari. Frábær árangur, hamingjuóskir til ykkar allra. Mótaúrslitin eru inná STÍ síðunni.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 Næsta > Síðasta >>

Síða 277 af 289

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing