Sunnudagur, 26. júlí 2009 19:08 |
Skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson var að setja nýtt ÍSLANDSMET í Frjálsri Skammbyssu á móti í Uppsölum í Svíþjóð í dag, með því að skjóta 555 stig af 600 mögulegum. Gamla metið var 554 stig sett af Ólafi Jakobssyni einnig í Uppsölum árið 1993. Þess má geta að Ólympíulágmarkið í þessari grein er 540 stig. Ásgeir keppti einnig í morgun og vann þá keppni líka með 545 stig.
|
|
Sunnudagur, 26. júlí 2009 18:46 |
Riffilmóti Hlað og Norma sem haldið var á Álfsnesi í dag er lokið. - ÚRSLIT
|
Nánar...
|
Laugardagur, 25. júlí 2009 16:34 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppti í tveimur mótum í dag í Frjálsri Skammbyssu. Hann notar rússneska TOZ-35 skammbyssu, einskota og cal.22lr. Mótið er í Uppsölum og sigraði hann fyrra mótið með skor uppá 550 stig, sem er hans besti árangur í móti, og hafnaði svo í öðru sæti á seinna mótinu með 532 stig. Á morgun verða einnig tvö mót og bíðum við spennt eftir úrslitum úr þeim.
|
Föstudagur, 24. júlí 2009 09:51 |
Skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson er nú við æfingar í Svíþjóð. Hann mun keppa í Frjálsri Skammbyssu á Sænska Meistaramótinu sem gestur en það fer fram í Malmö um mánaðamótin.
|
Fimmtudagur, 23. júlí 2009 09:01 |
Hlað - Norma Riffilkeppnin verður haldin
|
Nánar...
|
Sunnudagur, 19. júlí 2009 18:38 |
Þá er mótinu á Blönduósi lokið og endaði Örn á því að skjóta meistaraflokksárangur, 115 dúfur en aðeins 17 í úrslitunum. Við það féll hann niður í 3ja sæti. Liðið okkar með þá Örn, Þorgeir Þorgeirsson og Svafar Ragnarsson hafnaði í öðru sæti í liðakeppninni. Nánar um mótið á www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 272 af 293 |