Framkvæmdir á Álfsnesi ganga vel Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 21. ágúst 2009 21:22
Ýmislegt hefur verið framkvæmt á undanförnum dögum á svæði okkar í Álfsnesi. Búið er að setja upp batta á 25 og 50 metrunum, búið að merkja afmörkun á brautum á batta, öryggisgirðingar við enda riffilhússins eru komnar upp, hreinsað hefur verið útúr ganginum og byssurekkar að koma upp, búið að parketleggja minna húsið og húsgögn í það komin á staðinn, öryggiskerfi frá Securitas hefur verið sett upp, nýr sjálfsali frá Pepsi er nú kominn á ganginn, verið er að ljúka klæðningu utanhúss, varúðarmerkingar komnar á girðingar, girðingu lyft þar sem hún hafði sigið, hruðarstopp á allar hurðir eru í smíðum, þakklæðningar komnar upp. Í dag var einnig verið að keyra möl í veginn til að bæta aðkomuna og verður því haldið áfram á mánudaginn. Einnig var svæðið hreinsað af ýmsu drasli sem hafði safnast upp. Í fyrrinótt mældist vindhraði á svæðinu 42 m/sek og féllu nýju battarinir á 25 og 50 metrunum um koll við átökin. Þurfti fjóra fíleflda karla til að reisa þá við að nýju ! alveg ótrúlegir kraftar sem vindurinn myndar þarna !!   Hérna eru nokkrar myndir af svæðinu í dag.
AddThis Social Bookmark Button