|
Fimmtudagur, 12. janúar 2012 13:45 |
|
Æfing fyrir Landsmótið á laugardaginn er föstudagskvöldið kl.19-20:30
Riðalskiptingin er komin hérna.
|
|
|
Þriðjudagur, 10. janúar 2012 18:30 |
|
Lokaskráning á mótin í loftskammbyssu, loftriffil og enskan riffil í kvöld.
|
|
Föstudagur, 06. janúar 2012 19:46 |
|
 ÍSÍ tilkynnti í dag styrkveitingar úr Afrekssjóði þess. STÍ fékk úthlutað vegna tveggja skotmana úr Skotfélagi Reykjavíkur. Verkefni vegna Ásgeirs Sigurgeirssonar hlaut 1,240þús kr. styrk og vegna Arnar Valdimarssonar hlaut 760þús.kr. Þetta gerir þeim kleift að keppa við þá bestu á komandi ári og að byggja undir þann árangur sem þeir hafa nú þegar náð. Stjórn SR óskar þessum frábæru fulltrúum félagsins til hamingju með þessa viðurkenningu á árangri þeirra og óskar þeim velfarnaðar á komandi mánuðum á leið þeirra til frekari afreka. /gkg
|
|
Fimmtudagur, 05. janúar 2012 22:07 |
|
Skotíþróttamönnum var veitt viðurkenning í kvöld. Í hófi Félags Íþróttafréttamanna og Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands, sem haldið var á Grand Hótel í kvöld, var skotíþróttamönnum ársins veitt viðurkenning. Skotíþróttakona ársins er Jórunn Harðardóttir og skotíþróttakarl ársins er Ásgeir Sigurgeirsson. Faðir hans tók við fyrir hans hönd og er hér á myndinni með Jórunni. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með valið. /gkg
|
|
Fimmtudagur, 05. janúar 2012 08:44 |
|
Í gærkvöldi fór fram innanfélagsmót í Staðlaðri skammbyssu, 30-skota keppni, í Egilshöllinni. Hannes Tómasson sigraði með 279 stig, Jórn Árni þórisson varð annar með 275 og í þriðja sæti hafnaði Karl Kristinsson á 274 stigum.
|
|
Mánudagur, 02. janúar 2012 14:01 |
|
Úrslit í Áramótinu í riffli kominn hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 223 af 298 |