Keppni í súperfinal eftir viku í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 04. febrúar 2013 20:06

Í tilefni nýrra úrslitareglna ISSF ætlum við að halda sérstaka útgáfu af úrslitakeppni í loftskammbyssu og loftriffli mánudaginn 11.febrúar n.k. og hefst keppnin kl.19:30. Fyrirkomulag er þannig að 16 keppendur hefja keppni með því að skjóta tveimur skotum á skífu. Talið verður úr þeim og sá sem á versta skorið fellur úr leik. Haldið verður svo áfram og skotið tveimur skotum á skífu, þar til einn stendur uppi sem sigurvegari. Keppnin er opin öllum áhugasömum félögum SR og eins utanfélagsmönnum, sem eru boðnir sérstaklega velkomnir. Keppnisgjald er í boði SR. Áhugasamir eru beðnir að staðfesta þátttöku með tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. tímanlega til að flýta fyrir uppsetningu mótsins.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir kominn á A-styrk frá ÍSÍ Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 30. janúar 2013 17:20

Þær ánægjulegu fréttir bárust okkur í dag að skammbyssuskyttan okkar hann Ásgeir Sigurgeirsson er kominn með A-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ en hann nemur 200þús kr. á mánuði næstu 12 mánuðina. Nánar má lesa um þetta á heimasíðu ÍSÍ. Við SR-félagar óskum Ásgeiri hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna og hvetjum hann til frekari afreka í framtíðinni. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Viðburðir á svæðum félagsins 2013 Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 30. janúar 2013 10:54




2013srmotaHér má sjá helstu viðburði á svæðum félagsins á árinu 2013.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir varð sjötti í München í dag !! Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 26. janúar 2013 18:35

asgeir_styrkmyndÁsgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á föstudag og laugardag á IWK í Munchen. Þetta er talið sterkasta mót sem er haldið utan mótaraða ISSF  (Alþjóða Skotíþróttasambandsins) og ESC. Ásgeir tók þátt í tveimur mótum.  Fyrra mótið var á föstudag og það síðara í dag laugardag. 

Í dag  skaut Ásgeir sig inn í úrslit með 583. stigum og endaði í 6. Sæti. Frábær árangur hjá honum. Hann lenti í 19. sæti með 577 stig  í fyrra mótinu sem haldið var á föstudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riffilnefnd SR hefur verið skipuð.... Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 24. janúar 2013 15:51

Í Riffilnefnd félagsins sitja: Bergur Arthúrsson, Sigurður Hallgrímsson, Arnbergur Þorvaldsson, Jóhannes G. Kristjánsson, Hjálmar Ævarsson og Kjartan Friðriksson. Formaður nefndarinnar er Bergur Arthúrsson. Nánari verkaskipting verður kynnt síðar.

Stjórnin.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir að keppa í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 24. janúar 2013 14:46

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á föstudag og laugardag á IWK í Munchen. Þetta er talið sterkasta mót sem er utan mótaraða ISSF og ESC. Úrslit og beina uppfærslu á úrslitum má finna hér: http://results.sius.com/Events.aspx

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>

Síða 189 af 298

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing