Landsmót á Borgarnesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 13. nóvember 2016 10:32

2016loft12novallirLandsmót STÍ í Loftskammbyssu og Loftriffli fór fram í húsnæði Skotfélags Vesturlands á Borgarnesi í dag, laugardaginn 12.nóvember. Í Loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR, í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR, í loftskammbyssu karla sigraði Thomas Viderö úr SFK og í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 05. nóvember 2016 17:37

2016std5nov123Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag sigraði Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 511 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur T. Ólafsson úr Skotfélagi Kópavogs með 499 stig og 6-x-tíur og Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji einnig með 489 stig en 3-x-tíur. Fjórði varð Ólafur Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur á sama skori, 489 stig en 2-x-tíur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Guðmundi Helga á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 23. október 2016 21:07

2016tristada23okt1232016tristada23oktjorunnGuðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur setti nýtt Íslandsmet á landsmóti STÍ í 50 metra þrístöðuriffli með 1,113 stig. Annar varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 1,029 stig og í þriðja sæti hafnaði Þorsteinn B. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 972 stig. Í kvennaflokki var aðeins einn keppandi, Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 522 stig. Í karlaflokki skjóta menn 40 skotum í hnjéstöðu, 40 skotum liggjandi og 40 skotum standandi eða alls 120 skotum. Í kvennaflokki er skotið helmingi færri skotum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir vann í Þýskalandi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 23. október 2016 14:18

asgeirtsv002

Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamaður var að ljúka keppni hjá liði sínu TSV Ötlingen í Þýskalandi. Þetta er önnur helgin á þessu keppnistímabili sem hann heldur utan til keppni með liði sínu í Bundesligunni.
Ásgeiri gekk fanta vel um helgina. Í gær var skorið frábært 388 stig en mótherinn hans Aadreas Riedener skoraði 377 stig .
Keppti TSV Ötlingen við SV Altheim Waldhausen og vann Ötlingen þá viðureign 3 - 2.

Rétt í þessu var að ljúka viðureign TSV Ötlingen við SSG Dynamit Furth.
Ásgeir vann sína viðureign við Alessio Torracchi með mjög góðu skori 386 stig á móti 377 stigum Alessio.
Ötlingen tapaði viðureigninni 4-1

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 23. október 2016 14:05

201650m22okt123kakoÁ landsmóti STÍ í 50 metra liggjandi riffli, sem haldið var á Ísafirði laugardaginn 22.október sigraði Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 614,5 stig, annar var Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 612,3 stig og í þriðja sæti Stefán Eggert Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 608,8 stig. Aðeins einn keppandi mætti í kvennaflokk, Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, og endaði hún með 612,4 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir, Íris, Jórunn og Helgi sigruðu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 15. október 2016 20:29

2016ap4016okt2016ap6016okt2016ar4016okt2016ar6016oktFyrsta landsmót tímabilsins var haldið í Kópavogi í dag. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir með 373 stig en í karlaflokki sigraði Ásgeir Sigurgeirsson með 579 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir með 399,9 stig en í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen á nýju Íslandsmeti með 601,7 stig. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Von er á nánari fréttum fljótlega.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>

Síða 97 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing