Grétar Mar Axelsson Íslandsmeistari í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. mars 2017 14:47

2017stdislmeist2017stdislm1232017stdislmallir2017stdislmlid2017stdislmsalid2017stdislmsrblid2017stdislmot18marÍslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 526 stig, annar varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 524 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 506 stig. Í liðakeppninni varð lið Skotíþróttafélags Kópavogs Íslandsmeistari með 1,532 sti en liðið var skipað ásamt Ívari þeir Eiríkur Ó.Jónsson og Friðrik Goethe. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar með 1,511 en Haukur F.Möller var í sveitinni ásamt þeim Grétari og Þórði. Í þriðja sæti hafnaði B-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,477 stig en þá sveit skipuðu þau Jórunn Harðardóttir, Jón Árni Þórisson og Ólafur Gíslason með 1,477 stig. Eins voru Íslandsmeistarar krýndir í hverjum flokki. Í 1.flokki var það Grétar M.Axelsson, í 2.flokki Eiríkur Ó. Jónsson, Ívar Ragnarsson í 3.flokki og Haukur F. Möller í 0.flokki byrjenda.

AddThis Social Bookmark Button