Miðvikudagur, 29. mars 2017 14:57 |
Fjölmennasta skotmót sem haldið hefur verið hérlendis fer fram í Egilshöllinni um helgina.Â
Íslandsmótin í loftbyssugreinunum fara þá fram og er keppt í loftskammbyssu á laugardaginn og í loftriffli á sunnudag.Â
Á laugardeginum er keppt í 3 riðlum sem hefjast kl.10 - 12 og 14:00. Á sunnudeginum er keppt í 2 riðlum kl.10 og 12
Alls eru 62 keppendur skráðir til leiks. Nánari upplýsingar á heimasíðu mótshaldara www.sr.is
   
|
|
Þriðjudagur, 28. mars 2017 20:32 |
Um helgina fóru fram Vestfjarðamótin í riffilgreinum. Á laugardag var keppt í 50 metra liggjandi riffli og sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,9 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 603,6 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr SÍ með 602,5 stig.
Í Kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 614,4 stig, önnur varð Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK með 585,5 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr SFK með 566,4 stig. Samanlagður liðsárangur þeirra er er nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1.767,3 stig.
Á sunnudaginn var keppt í 50 metra þrístöðu og sigraði Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 962 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 932 stig og þriðji varð Þórir Kristinsson úr SR með 921 stig.
Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 514 stig, Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 475 stig og Margrét L. Alfreðsdóttir úr SFK varð þriðja með 394 stig. Árangur þeirra er nýtt Íslandsmet í liðakeppni í kvennaflokki 1,383 stig.
|
Föstudagur, 17. mars 2017 17:25 |
Lokað verður í Egilshöllinni á laugardaginn en athugið að það er opið á Álfsnesi kl.12 til 17
|
Miðvikudagur, 15. mars 2017 21:39 |
 Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn kemur. Alls eru skráðir til leiks 17 keppendur. Mótið hefst kl. 10:00. Keppt er með cal.22lr skammbyssum og skotið á 25 metra færi, 4x5 skotum á 150 sek, 4x5 skotum á 20 sek og 4x5 skotum á 10 sekúndum eða alls 60 skotum.
|
Föstudagur, 10. mars 2017 09:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að tryggja sér sæti í úrslitum á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu. Hann átti mjög góðan endasprett en hann endaði á 578 stigum (93 98 99 95 94 99) og 18x-tíur ! Úrslitin hefjast kl.10:00 og verða send út í lifandi mynd hérna: http://esc-shooting.org/livemaribor2017/
UPPFÆRT: Ásgeir hafnaði í 7.sæti af 68 keppendum að þessu sinni. Hann er í hörkuformi og er vonandi tilbúinn í átök næstu missera við að tryggja sér þátttökurétt á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða í Japan 2020. Hægt er að sjá nánari úrslit hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 93 af 296 |