Æfingatímar fyrir RIG leikana Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 30. janúar 2019 07:37

rig2019bori

2019rig loftbyssa ridlarKeppnisæfing fyrir loftskammbyssukeppnina verður föstudaginn 1.febrúar kl.18-20 í Laugardalshöllinni.

Keppnisæfing fyrir loftriffilkeppnina verður laugardaginn 2.febrúar kl.16-18 í Laugardalshöllinni

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurleikarnir voru settir í dag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 25. janúar 2019 07:13

rig borgarstjori-setur-leikana 2019Fréttatilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur
Reykjavíkurleikarnir voru settir í dag

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti Reykjavíkurleikana í Laugardalshöll í dag. Gústaf Adolf Hjaltason, forseti undirbúningsnefndar leikanna, tók einnig til máls og fór yfir dagskrána sem framundan er. Að setningarathöfn lokinni fengu viðstaddir að prófa rafíþróttir og keilu en rafíþróttir eru ný grein á leikunum.

Í ár fara Reykjavíkurleikarnir fram í 12.sinn og verður keppt í 18 íþróttagreinum.  Á sjöunda hundrað erlendra gesta taka þátt ásamt okkar besta íþróttafólki. Erlendu gestirnir koma frá 44 mismunandi löndum. Öll Norðurlöndin taka þátt og mörg lönd í Evrópu en einnig er von á keppendum sem koma lengra að eins og frá Indónesíu, Ástralíu og Nýja Sjálandi. Lista yfir þátttökuþjóðir má finna í viðhengi.

Keppnin á Reykjavíkurleikunum skiptist niður á tvær keppnishelgar og verður keppt í 9 greinum núna um helgina og 10 greinum um næstu helgi. Ráðstefna og málstofur um íþróttir og ofbeldi hluti af dagskránni. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, sögum og fræðum á ráðstefnunni. Bakgrunnur fyrirlesara er mjög fjölbreyttur allt frá fræðimönnum sem hafa rannsakað málefnið um árabil til  forsvarsmanna í íþróttahreyfingunni sem vinna að forvörnum og fræðslu og þolenda af báðum kynjum sem segja sína sögu. Nánari upplýsingar má finna á www.rig.is.

Á opnunarhátíðinni í dag var samstarfssamningur milli Háskólans í Reykjavík og Íþróttabandalags Reykjavíkur undirritaður. ÍBR og HR hafa átt áralangt gott samstarf um ráðstefnur Reykjavíkurleikanna. Í dag var verið að festa samstarfið enn frekar í sessi því auk samstarfs um ráðstefnur í tengslum við Reykjavíkurleika og Reykjavíkurmaraþonið þá er markið sett á að vinna saman að verkefni sem borið hefur vinnuheitið BATNA.  Verkefnið BATNA hefur það að markmiði að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál. Sérstök áhersla verður sett á að bæta bæði andlega líðan og næringu íþróttafólks auk þess sem að stefnt er að því að fækka stoðkerfisvandamálum. Það voru þau Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, og Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Tækni- og verkfræðideildar HR, sem undirrituðu samninginn.

Í dag var spiluð undankeppni í badminton í TBR húsinu. Á morgun heldur keppnin þar áfram en þá verður spilað frá klukkan 9:00 til 19.30. Keppendur í badminton eru rúmlega 100 talsins þar af um 70 erlendir af 24 mismunandi þjóðernum. Leikjadagskrá má finna hér.

Sundkeppni Reykjavíkurleikanna hefur aldrei verið fjölmennari en þátttakendur eru rétt tæplega 400 talsins, þar af 179 erlendir sundmenn frá sex löndum. Sundkeppnin fer fram í Laugardalslaug og hefst klukkan 16:15 á morgun. Sjá dagskrá hér.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fleiri gull hjá Jórunni og Guðmundi Helga í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. janúar 2019 17:55

201950mtristada19jan201950mtristadalidsrLandsmót STÍ í 50 metra þrístöðuriffli var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 1109 stig, annar varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 979 stig og þriðji varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 978 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SR með 2986 stig, sveit SÍ varð önnur með 2816 stig . Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 1060 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sigurður Unnar í 16.sæti eftir fyrri dag á Spáni Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. janúar 2019 19:20

2019espsiddidag12016siddi01Sigurður Unnar Hauksson er að keppa í haglabyssugreininni SKEET á sterku Grand Prix móti í Malaga á Spáni. Eftir fyrri daginn er Siddi í 16.sæti en keppendur eru alls 53. Keppt er í opnum flokki þar sem konur, karlar og unglingar keppa saman. Skorið hjá honum í dag var 70 stig (22-23-25) en keppni lýkur á morgun.  UPPFÆRT: hann endaði með 113 stig (23+20) og hafnaði í 27.sæti.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi og Jórunn með gull í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. janúar 2019 18:55

201950mrifflmot19jan2018pr60jorhelgi201750mlmot9deslidkasrLandsmót STÍ í 50 metra rifflli liggjandi var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 617,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 610,8 stig og þriðji varð Stefán Eggert Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 604,4 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SFK með 1796,9 stig, sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1796,2 stig og sveit SÍ varð þriðja með 1794,0 stig. Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 610,8 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
RIG leikarnir í Reykjavík 2.og 3.febrúar 2019 Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 18. janúar 2019 21:28

Skráning keppenda á RIG-leikana stendur nú yfir og lýkur sunnudaginn 27.janúar 2019. Skráning sendist á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  

Verður keppt í loftskammbyssu og loftriffli 2. og 3. febrúar. Keppt verður í blönduðum flokki þar sem allir keppendur skjóta 60 skotum. Efstu 8 keppendurnir í hvorri grein keppa síðan til úrslita í útsláttakeppni.

Keppni fer fram í sal 2-4 í Laugardalshöllinni !

rig2019bori

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>

Síða 68 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing