Landsmót í Kópavogi á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 17. febrúar 2019 17:54

2019 ar6016febLandsmót STÍ í loftriffli fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 16. febrúar.


Einn keppandi mætti til leiks í stúlknaflokki, Viktoría Erla Barnarson og stóð hún sig frábærlega vel en skor hennar var 558,9 stig.
Það sama var uppi á teningnum í kvennaflokki en Íris Eva Einarsdóttir forfallaðist svo að Jórunn Harðardóttir var eini keppandinn þar. Skor Jórunnar var 589,7 stig.
Í karlaflokki hafði Guðmundur Helgi Christensen nokkra yfirburði en hann sigraði á 596,7 stigum. Breki Atlason, Skotíþróttafélagi Kópavogs náði öðru sætinu með 555,3 stigum og Robert v. Ryan varð þriðji með 547,1 stig. Skor A karlasveitar SR í mótinu var 1686,7 stig en sveitina skipuðu Þórir Kristinsson auk Guðmundar Helga og Róberts. Allir keppendur mótsins, nema Breki komu frá Skotfélagi Reykjavíkur.

2019 ap6016febLandsmót STÍ í loftskammbyssu fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 16. febrúar.

Í stúlknaflokki setti Sigríður Láretta Þorgilsdóttir Skotfélagi Akureyrar, glæsilegt nýtt Íslandsmet, 501 stig en Sigríður sigraði keppinaut sinn, Sóleyju Þórðardóttur sem einnig kom frá Akureyri. Skor Sóleyjar var 481 stig.
Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, á 543 stigum. Þorbjörg Ólafsdóttir, Skotfélagi Akureyrar varð önnur á persónulegu meti, 532 stigum og Sigurveig Helga Jónsdóttir, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð í þriðja sæti á 500 stigum.
Einar Hjalti Gilbert, Skotdeild Keflavíkur, var eini keppandinn í piltaflokki. Skor Einars Hjalta var 440 stig.
Í karlaflokki hafði Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur, mikla yfirburði en hann sigraði auðveldlega á 581 stigum. Ívar Ragnarsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, varð annar með 550 stig og Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar, varð þriðji á 547 stigum.
A sveit SR sigraði í liðakeppni karla með 1611 stig. Sveitin var skipuð Ásgeiri auk Guðmundar Helga Christensen og Jóni Árna Þórissyni. A sveit SA varð í öðru sæti með 1563 stig. Sveit Akureyringanna var skipuð Þórði, Izaari Arnari Þorsteinssyni og Finni Steingrímssyni. Þriðja sætið kom svo í hlut A sveitar SFK sem náði 1552 stigum. Sveit SFK var skipuð Ívari, Ólafi Egilssyni og Jóhanni A. Kristjánssyni.

Frétt frá mótshaldara SFK

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir varð í dag Þýskur meistari Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 03. febrúar 2019 13:10

2019sgiludwigsbmasterasgsig01 005Ásgeir Sigurgeirsson varð í dag Þýskur meistari með liði sínu, SGi Ludwigsburg, en þeir sigruðu í úrslitakeppninni sem haldin var í dag. Keppt er með liðafyrirkomulagi og eru karlar og konur saman í liði. Keppt er með 5 keppendum hverju sinni og skiptast keppendur á að taka þátt hverju sinni. Ásgeir gat ekki tekið þátt í úrslitaleiknum þar sem hann var að keppa á Reykjavíkurleikunum að þessu sinni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Tvö Íslandsmet féllu á Reykjavíkurleikunum í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 03. febrúar 2019 12:48

rig19 keppmriffla img_7754rig19 urslitimg_7754rig19 viktoria img_7754Keppni í Loftriffli á Reykjavíkurleikunum var að ljúka og sigraði Jórunn Harðardóttir, Guðmundur Helgi Christensen varð í öðru sæti og Íris Eva Einarsdóttir hlaut bronsið. Viktoría E. Bjarnarson bætti Íslandsmetið í final unglinga 161,0 stig og Guðmundur Helgi Christensen bætti karlametið í 233,6 stig.

Í undankeppninni var Jórunn Harðardóttir efst með 597,1 stig og Íris Eva Einarsdóttir önnur með 590,1 stig en hvort tveggja er árangur yfir Ólympíulágmarki. Í þriðja sæti var svo Guðmundur Helgi Christensen með 588,7 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmet hjá Kristínu á RIG 2019 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. febrúar 2019 15:05

rig2019 final-3863rig2019-3871Keppni í skotfimi á Reykjavíkurleikunum 2019 hófst í dag. Keppt var í blönduðum flokki í loftskammbyssu. Í undankeppninni varð Ásgeir Sigurgeirsson efstur með 586 stig, önnur var Jórunn Harðardóttir með 555 stig og Kristína Sigurðardóttir í þriðja sæti með 525 stig. Í úrslitakeppninni hafði Ásgeir sigur með 237,8 stig, Kristína tók silfrið með 227,0 stig og Jórunn varð þriðja með 200,6 stig. Árangur Kristínar er jafnframt nýtt Íslandsmet í kvennaflokki.

AddThis Social Bookmark Button
 
RIG í beinni Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 01. febrúar 2019 18:21

Hægt verður að fylgjast með RIG mótinu í beinni á SIUS síðunni í Sviss. Slóðirnar eru hér á eftir:

LOFTSKAMMBYSSA laugardaginn 2.feb 2019 kl.09:00

LOFTRIFFILL sunnudaginn 3.feb 2019 kl. 09:00

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ á Álfsnesi og Egilshöll um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 31. janúar 2019 11:30

LOKAÐ verður á svæðum félagsins á Álfsnesi og í Egilshöll um helgina, af óviðráðanlegum orsökum.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 Næsta > Síðasta >>

Síða 67 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing