Fimmtudagur, 21. nóvember 2013 16:04 |
Á Landsmóti STÍ í loftskammbyssu í Kópavogi í gærkvöldi sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 583 stig. Annar varð svo Thomas Viderö úr SFK með 563 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 362 stig en Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með sama stigafjölda en færri X-tíur eða 4 á móti 7 hjá Báru.
Í kvöld er svo keppt í loftriffli á sama stað.
|
|
Miðvikudagur, 20. nóvember 2013 10:07 |
Riðlaskipting landsmótsins í Grófri skammbyssu sem haldið verður í Kópavogi á laugardaginn er komin hérna. Mótið hefst kl.10:00
|
Mánudagur, 18. nóvember 2013 16:05 |
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsir eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum.
Afrekskvennasjóður Íslandsbanka og ÍSÍ var stofnaður að frumkvæði Íslandsbanka í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands árið 2007. Tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim kleift að stunda íþrótt sína af krafti. Sjóðurinn hefur frá upphafi virkað sem hvatning og stuðningur við afreksíþróttakonur úr einstaklings- og hópíþróttum, sem stefna að frekari framförum og árangri í íþrótt sinni.
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 6. desember. Nánari upplýsingar um sjóðinn og hvernig nálgast má umsóknareyðublað um styrk úr sjóðnum má finna hér.
|
Föstudagur, 15. nóvember 2013 09:45 |
Riðlaskipting á Landsmóti STÍ sem haldið verður í Kópavogi í næstu viku er komin hérna. Vegna fjölda skráninga varð að flytja loftriffilkeppnina á fimmtudaginn en loftskammbyssan verður haldin á miðvikudeginum.
|
Föstudagur, 15. nóvember 2013 09:43 |
Á morgun laugardag, er opið á Álfsnesi kl.12 til 16.
|
Fimmtudagur, 07. nóvember 2013 14:10 |
Heimsbikarfinal í kúlugreinum stendur nú yfir í München í Þýskalandi. Hægt er að fylgjast með stöðu mála á heimasíðu ISSF.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 162 af 296 |