Föstudagur, 20. mars 2009 08:57 |
Fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í haglabyssu er væntanlegur til landsins í næstu viku. Hann mun verða hér við þjálfun landsliðs okkar í skeet í nokkra daga. Landsliðsmennirnir sjálfir bera stærsta hluta kostnaðarins sjálfir en STÍ leggur þó fram töluverðan hlut einnig. SR hefur boðið aðstöðu sína til æfinganna.
|
|
Föstudagur, 20. mars 2009 08:52 |
Íslandsmótið í Frjálsri Skammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á morgun og hefst fyrri riðill kl.10 en sá seinni kl.12:15. Í fyrri riðli eru Ásgeir Sigurgeirsson, Halldór Axelsson og Eiríkur Björnsson en í þeim seinni Hannes G.Haraldsson, Gylfi Ægisson og Tómas Þorvaldsson.
|
Mánudagur, 16. mars 2009 15:10 |
Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur er Íslandsmeistari í Grófri Skammbyssu. Hann sigraði á mótinu á 539 stigum.
|
Sunnudagur, 15. mars 2009 12:29 |
Skúli Sigvaldason SFK varð Bikarmeistari í 60 skotum liggjandi / Enskri Keppni. Eyjólfur Óskarsson SR sigraði á mótinu. Úrslitin koma síðar.
|
Fimmtudagur, 12. mars 2009 09:21 |
Bikarmót STÍ í 60 skotum liggjandi ( Enskri Keppni ) verður haldið á laugardaginn kemur í Egilshöllinni. Mótið hefs kl. 10:00. Æfingasalurinn er opinn á föstudag frá kl. 18:00 fyrir keppendur. Lokað verður fyrir almennar æfingar í 50 metra salnum vegna mótsins á laugardag.
|
Laugardagur, 07. mars 2009 23:09 |
Á bikarmótinu í dag varð Ásgeir Sigurgeirsson Bikarmeistari í loftskammbyssu karla, Guðmundur Helgi Christensen í Loftriffli karla, Jórunn Harðardóttir bæði í Loftskammbyssu og Loftriffli kvenna. Í mótinu varð svo Guðmundur Kr.Gíslason annar í loftskammbyssunni á eftir Ásgeiri og í liðakeppninni sigraði liðið okkar með þá Ásgeir, Guðmund Kr. og Benedikt G.Waage.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 270 af 281 |