|
Laugardagur, 22. janúar 2011 22:10 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði á Landsmótinu í Frjálsri skammbyssu í dag með 525 stig
|
|
|
Föstudagur, 21. janúar 2011 19:55 |
|
Á morgun laugardaginn 22.janúar fer fram Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu í Egilshöllinni. Lokað verður fyrir almenna starfsemi þann dag. Mótið hefst kl.10:00 . Opið verður á Álfsnesi kl.12-17
|
|
Miðvikudagur, 19. janúar 2011 11:21 |
|
Páskamót SR í Skeet-haglabyssu verður haldið laugardaginn 23.apríl 2011. Mótið verður gilt til flokkaárangurs STÍ en skotnar verða 75 dúfur+final. Merkið þetta inná stundaskránna ykkar.
|
|
Fimmtudagur, 13. janúar 2011 17:58 |
|
Axel Sölvason verður áttræður á laugardaginn kemur, 15.janúar. Hann bíður öllum félögum sínum úr Skotfélagi Reykjavíkur til samsætis sama dag kl. 17-19 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju að Hábraut 1, beint á móti Gerðarsafni.
|
|
Miðvikudagur, 12. janúar 2011 17:55 |
|
Tómas Viderö sigraði á loftskammbyssumótinu á laugardaginn. Ásgeir Sigurgeirsson var með 575 stig fyrir úrslitin en Tómas 573 stig. Að loknum final var Tómas 0,1 stigi á undan Ásgeiri. Jórunn Harðardóttir sigraði í kvennaflokki með 369 stig. Guðmundur Helgi Christensen vann svo í loftriffli með 564 stig. Í liðakeppninni sigraði okkar lið með þá Ásgeir,Benedikt og Jodda innanborðs. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði svo Íslandsmet sitt í Frjálsri skammbyssu á landsmótinu í Digranesi á sunnudeginum, 555 stig. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 499 stig og í því 3ja Guðmundur Helgi Christensen með 465 stig. Einnig var keppt í Staðlaðri skammbyssu og þar sigraði Karl Kristinsson með 507 stig. Í öðru sæti varð gamla kempan Gunnar Sigurðsson með 455 stig og í þriðja sæti hafnaði svo gítarleikarinn Jón Árni Þórisson með 453 stig.
|
|
Miðvikudagur, 05. janúar 2011 22:11 |
|
Á hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ á Grand Hóteli í kvöld, var þeim Ásgeiri og Jórunni veitt viðurkenning fyrir að hafa verið valin íþróttamenn ársins hjá STÍ.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 246 af 298 |