Landsmót í Frjálsri skammbyssu á morgun Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 21. janúar 2011 19:55
Á morgun laugardaginn 22.janúar fer fram Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu í Egilshöllinni. Lokað verður fyrir almenna starfsemi þann dag. Mótið hefst kl.10:00 . Opið verður á Álfsnesi kl.12-17
AddThis Social Bookmark Button
 
Páskamót SR í Skeet 2011 Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 19. janúar 2011 11:21
Páskamót SR í Skeet-haglabyssu verður haldið laugardaginn 23.apríl 2011. Mótið verður gilt til flokkaárangurs STÍ en skotnar verða 75 dúfur+final. Merkið þetta inná stundaskránna ykkar.
AddThis Social Bookmark Button
 
Axel Sölvason 80 ára á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 13. janúar 2011 17:58
Axel Sölvason verður áttræður á laugardaginn kemur, 15.janúar. Hann bíður öllum félögum sínum úr Skotfélagi Reykjavíkur til samsætis sama dag kl. 17-19 í Safnaðarheimili Kópavogskirkju að Hábraut 1, beint á móti Gerðarsafni.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir með Íslandsmetsjöfnun í Fríbyssu Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 12. janúar 2011 17:55

Tómas Viderö sigraði á loftskammbyssumótinu á laugardaginn. Ásgeir Sigurgeirsson var með 575 stig fyrir úrslitin en Tómas 573 stig. Að loknum final var Tómas 0,1 stigi á undan Ásgeiri. Jórunn Harðardóttir sigraði í kvennaflokki með 369 stig. Guðmundur Helgi Christensen vann svo í loftriffli með 564 stig. Í liðakeppninni sigraði okkar lið með þá Ásgeir,Benedikt og Jodda innanborðs.

Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði svo Íslandsmet sitt í Frjálsri skammbyssu á landsmótinu í Digranesi á sunnudeginum, 555 stig. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir með 499 stig og í því 3ja Guðmundur Helgi Christensen með 465 stig. Einnig var keppt í Staðlaðri skammbyssu og þar sigraði Karl Kristinsson með 507 stig. Í öðru sæti varð gamla kempan Gunnar Sigurðsson með 455 stig og í þriðja sæti hafnaði svo gítarleikarinn Jón Árni Þórisson með 453 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotíþróttamenn Ársins 2010 Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 05. janúar 2011 22:11

Á hófi íþróttafréttamanna og ÍSÍ á Grand Hóteli í kvöld, var þeim Ásgeiri og Jórunni veitt viðurkenning fyrir að hafa verið valin íþróttamenn ársins hjá STÍ.  

 

AddThis Social Bookmark Button
 
13 Íslandsmeistaratitlar árið 2010 til SR-inga Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 03. janúar 2011 16:21

Á siðastliðnu ári unnu félagsmenn okkar til 13 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum en þeir eru:

  • 60sk liggjandi riffill kvenna - Jórunn Harðardóttir
  • Loftskammbyssa karla - Ásgeir Sigurgeirsson
  • Loftskammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
  • Loftriffill karla - Guðmundur Helgi Christensen
  • Loftriffill kvenna - Jórunn Harðardóttir
  • Loftriffill kvenna unglinga - Íris Eva Einarsdóttir
  • Sportskammbyssa karla - Karl Kristinsson
  • Sportskammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
  • Stöðluð skammbyssa karla - Karl Kristinsson
  • Stöðluð skammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
  • Frjáls Skammbyssa karla - Ásgeir Sigurgeirsson
  • Frjáls skammbyssa kvenna - Jórunn Harðardóttir
  • Gróf Skammbyssa karla - Karl Kristinsson

Stjórn félagsins óskar ykkur öllum til hamingju með árangurinn og hvetur ykkur til frekari afreka á árinu 2011. 

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>

Síða 234 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing