|
Miðvikudagur, 12. september 2012 17:47 |
|
Við vorum að fá tilkynningu frá STÍ um fyrirhugaðar breyutingar á keppnisreglum ISSF í hinum ýmsu greinum. Fyrirhugað er t.d. að breyta finölunum verulega þannig að skor úr undankeppninni nýtist mönnum ekki þegar komið er í úrslitin. Lesa má nánar um þetta hérna.
|
|
|
Miðvikudagur, 12. september 2012 10:06 |
|
  Í gærkvöldi var haldið Silúettu BR mót á 100 metra færi með cal.22 rifflum. Siguvegari varð Oddur Arnbergsson með 17 stig, annar varð Pétur F.Sævarsson með 16 stig og í þriðja sæti varð Arnbergur Þorvaldsson með 15 stig. Fast á hæla hans kom svo Ármann Guðmundsson með 13 stig.
|
|
Þriðjudagur, 11. september 2012 11:19 |
|
 Þeim fer fjölgandi starfsmannahópunum sem koma til okkar í kynningarferðir og fá að spreyta sig í skotfimi. Starfsmannafélög geta haft samband við skrifstofuna og athugað hvort lausir tímar séu framundan.
|
|
Föstudagur, 07. september 2012 14:47 |
|
BR50- mót SR var haldið 4.september. Sigfús Tryggvi Blumenstein sigraði með 237 stig, Arnbergur Þorvaldsson varð annar með 220 stig og Pétur Fannar Sævarsson varð þriðji með 217 stig.
|
|
Föstudagur, 07. september 2012 11:31 |
|
Haldið verður innanfélags silúettumót á þriðjudaginn 11.sept. Skotið verður með venjulegum silúetturifflum cal.22lr á stál-silúettur á 100 metra færi. Skráning á staðnum.
|
|
Fimmtudagur, 30. ágúst 2012 15:09 |
|
Aðalfundur Skotfélag Reykjavíkur verðu haldin 13.september. Fundarstaður er Íþróttamiðstöðin í Laugardal, salur E á 3.hæð Fundurinn hefst kl. 19:00.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 201 af 299 |