Landsmót í 50m riffli í dag í Digranesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. mars 2016 21:29

201650mriffill20mar2016image12016image4 Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í 50m liggjandi riffli fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi í gær, sunnudaginn 20. mars. Í kvennaflokki bar Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, sigur úr býtun með 612,3 stig en Bára Einarsdóttir Skotíþróttafélagi Kópavogs varð önnur á 607,9 stigum. Margrét Linda Alfreðsdóttir, SFK, varð þriðja með 568,4 stig.
Eitt kvennalið mætti til leiks, A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs, skipað þeim Báru, Margréti Lindu og Guðrúnu Hafberg en þær stöllur bættu Íslandsmet sitt í greininni. Skor þeirra var 1718.4 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen, SR, með 616.2 stig. Jón Þór Sigurðsson SFK, varð annar á 609,7 stigum og Stefán Eggert Jónsson varð þriðji með 605,7 stig.
Í liðakeppni karlaflokksins sigraði A lið SFK með 1805,1 stigum. Sveit SFK skipuðu þeir Jón Þór, Stefán Egger2016image3t og Ólafur Sigvaldason. A sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar varð önnur með 1800,9 stig. Sveit ísfirðinganna skipuðu Guðmundur Valdimarsson, Valur Richter og Ívar Már Valsson.

AddThis Social Bookmark Button