Örn í 26.sæti eftir fyrri daginn á Kýpur Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. mars 2016 17:49

2015gsseskeetorn1Heimsbikarmótið í Larnaca á Kýpur hófst í dag. Keppt er í öllum haglabyssugreinum en Ísland er með tvo keppendur í skeet. Örn Valdimarsson er í 26.sæti eftir fyrri daginn með 69 stig (22-23-24) og Hákon Þ.Svavarsson er í 54.sæti með 66 stig (25-19-22) Hægt verður að fylgjast með seinni hlutanum á morgun á síðu keppninnar hérna.

UPPFÆRT 20.MARS: Örn endaði með 110 stig (22-23-24-21-20) og hafnaði í 56.sæti og Hákon var með 109 stig (25-19-22-20-23) og lauk keppni í 62.sæti. Keppendur voru 91 að þessu sinni.

AddThis Social Bookmark Button