Riðlaskipting RIG á laugardaginn komin Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 21. janúar 2015 14:54

2015 rig ap ar 24janRiðlaskipting RIG-mótsins á laugardaginn er komin hérna. Fyrri riðillinn hefst kl.09:00 og sá seinni kl.11:00. Reiknað er með að FINAL-keppnin í loftskammbyssu karla hefjist kl.13:30. Keppendur komast á sína braut hálftíma fyrir skottíma og mega hefja æfingaskot 15 mínútum fyrir upphaf riðils.
Að loknu móti eru tilnefndir Skotkarl og Skotkona mótsins úr röðum beggja greina og ræður þar bestur árangur á alþjóðamælikvarða. Mótsstjórn sér um valið. Þau hljóta viðurkenningar sem veittar verða á lokahófi leikanna á sunnudagskvöldinu 25.janúar.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurleikarnir á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. janúar 2015 20:51

rig2015_portSkotfimi verður nú í fyrsta skipti með á hinum árlegu Reykjavíkurleikum. Keppt verður í Loftskammbyssu og Loftriffli karla og kvenna. Keppnin fer fram í Egilshöllinni laugardaginn 24.janúar n.k. og hefst þá kl.09:00. Keppnisæfing skráðra keppenda er á föstudaginn 23.janúar kl. 14:00 til 18:00.
Lokaskráning fer nú fram og lýkur að kvöldi þriðjudagsins 20.janúar með tölvupósti á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Reiknað er með að allir bestu skotmenn landsins mæti til leiks.
Upplýsingar eru á heimsíðu leikanna hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í Sport skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 18. janúar 2015 17:22

2015 sport 123 18jan 2015 sportskb 18janLandsmót STÍ í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 552 stig. Í öðru sæti varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 508 stig og í þriðja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig með 508 stig en Þórður vann í bráðabana. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1509 stig en sveitina skipuðu Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Jón Árni Þórisson. Í öðru sæti varð B-sveit Skotfélags Reykjavíkur en hana skipa Kolbeinn Björgvinsson, Jórunn Harðardóttir og Þórhildur Jónasdóttir. Keppendur voru 11 talsins úr þremur félögum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í Grófri skammbyssu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 17. janúar 2015 18:03

2015 grofbyssa 17jankarlstd2013Á landsmóti STÍ í Grófri skammbyssu, sem haldið var í Digranesi í dag, sigraði Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 526 stig. Í öðru sæti varð Sigurgeir Guðmundsson úr SFK með 521 stig og í þriðja sæti Friðrik Goethe úr SFK með 515 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sportskammbyssa á sunnudag í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 15. janúar 2015 22:42

2015 sportbyssa 18novLandsmót í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Riðlaskiptingin er komin hérna. Riðill 1 hefst kl. 10:00 og riðill 2 kl. 11:30 Keppnisæfing er á laugardaginn kl. 15:00 - 16:00.

 

Á laugardeginum er landsmót í Grófri skammbyssu sem haldið verður í Digranesi. 2015 grofbyssa 17janRiðlaskiptingin er hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotíþróttamenn ársins 2014 Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 03. janúar 2015 21:48

2015 skotmenn arsins 20142015 skotmenn arsins 2014 allirÁ hófi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Félags Íþróttafréttamanna var tilkynnt um val Íþróttamanns Ársins 2014. Að þessu sinni varð fyrir valinu körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson. Jafnframt tilkynntu sérsamböndin um val þeirra á sínum íþróttamönnum.

Skotíþróttakarl Ársins er:  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.
Hann vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis. Hann keppti víða erlendis á liðnu ári. Á Evrópumeistaramótinu í Moskvu í febrúar varð hann í 12.sæti í loftskammbyssu, á heimsbikarmótinu í Peking varð hann í 20.sæti í frjálsri skammbyssu og í 29.sæti í loftskammbyssu. Einnig sigraði hann tvíveigis á alþjóðamótinu InterShoot í Hollandi.
Á heimsbikarmótinu í Munchen endaði hann í 23.sæti í frjálsri skammbyssu og í 37.sæti í loftskammbyssu. Hann hefur þegar tryggt sér sæti á fyrstu Evrópuleikunum sem haldnir verða í Baku í Júní þar sem hann er í 24.sæti í frjálsri skammbyssu og í 28.sæti í loftskammbyssu á styrkleikalista Skotsambands Evrópu, en aðeins 30 bestu skotmenn Evrópu fá keppnisrétt á þeim.
Ásgeir náði Ólympíulágmarki (MQS) í tveimur greinum árinu, í loftskammbyssu 15 sinnum og í frjálsri skammbyssu 6 sinnum.
Skotíþróttakona Ársins er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur.
Jórunn Harðardóttir (f.1968) er landsliðskona í riffli og skammbyssu.
Jórunn bætti Íslandsmetið í 60 skotum liggjandi riffli á árinu.
Hún varð Íslandsmeistari ,0sffliggjandi ins komst hlda sem Skotí 60skota liggjandi riffli. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í Loftskammbyssu.
Hún náði Ólympíulágmarki (MQS) í þremur greinum hérlendis á árinu, í loftskammbyssu 7 sinnum, í loftriffli 6 sinnum og í 60 skotum liggjandi riffli 2 sinnum.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>

Síða 135 af 299

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing