Karl og Jórunn sigruðu í Staðlaðri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 01. desember 2011 23:23

Á landsmóti STÍ um síðustu helgi sigraði Karl Kristinsson úr SR í karlaflokki og Jórunn Harðardóttir í kvennaflokki, bæði með 494 stig. Í öðru sæti varð Jón Árni Þórisson úr SR einnig með 494 stig og í 3ja sæti varð Kolbeinn Björgvinsson úr SR með 463 stig. Í kvennaflokki hafnaði Þórhildur Jónasdóttir í 2.sæti með 378 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Bench Rest næsta sumar Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 02. nóvember 2011 09:25

Félaginu var að berast ný Mótaskrá STÍ til umfjöllunar. Þar er afar ánægjulegt að sjá BENCH REST riffilskotfimi aftur inná skránni. Keppt verður eftir reglum Alþjóða Bench Rest sambandsins. Haldið verður eitt mót á vegum STÍ og er það Íslandsmót 21.júlí 2012 á Álfsnesi. Mótaskráin er aðgengileg á heimasíðu STÍ, www.sti.is

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Heimslisti ISSF kominn fyrir nóvember Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 02. nóvember 2011 09:11

Alþjóða Skotíþróttasambandið hefur nú birt afrekslistann fyrir nóvember og eigum við þar tvo menn. Örn Valdimarsson er í 80.sæti í Skeet og svo er Ásgeir Sigurgeirsson í 41.sæti í Fríbyssu og 62.sæti í Loftskammbyssu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Okkar menn á Evrópulistum Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 31. október 2011 16:07

 Skotsamband Evrópu var að gefa út styrkleikalistann fyrir nóvember. Skotfélag Reykjavíkur á þar tvo skotmenn, Örn Valdimarsson í Skeet í 71.sæti og Ásgeir Sigurgeirsson í 39.sæti í Loftskammbyssu og 28.sæti í Frjálsri skammbyssu !!

AddThis Social Bookmark Button
 
Heimsókn í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. október 2011 19:52

Tæplega 50 krakkar úr Menntaskólanum á Akureyri komu í heimsókn til okkar á laugardaginn. Fengu þau að kynnast og prófa loftriffla í Egilshöllinni. Margar góðar skyttur leyndust í hópnum og mæta vafalaust mörg þeirra á æfingar hjá skotfélögunum í vetur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrsta mót vetrarins í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. október 2011 19:48

Á fimmtudaginn fór fram fyrsta mót vetrarins í Egilshöll. Keppt var í bráðabana í loftskammbyssu. Ásgeir Sigurgeirsson sigraði, Guðmundur Kr.Gíslason varð annar og Guðmundur Helgi Christensen varð þriðji.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >>

Síða 216 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing