Laugardagur, 03. maí 2014 18:55 |
Fyrri deginum á Franska meistaramótinu er lokið og er Ellert í 10.sæti á 68 stigum (23-22-23) og Sigurður Unnar er í 3ja sæti í unglingaflokki með 64 stig (23-20-21) Anthony Terras frá Frakklandi er efstur með 72 stig (24-24-24), Aramburu frá Spáni er í 5.sæti með 69 stig (24-23-22) og Kemppainen frá Finnlandi í 7.sæti einnig með 69 stig (24-24-21) Í kvennaflokki varð Marjut Heinonen frá Finnlandi í 2.sæti.
|
|
Föstudagur, 02. maí 2014 14:08 |
Nú er Christensen-mótið í loftskammbyssu og loftriffli á miðvikudaginn kemur, 7. maí. í Egilshöllinni. Óskað er eftir skráningum keppenda á tölvupóstfangið
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Mótið hefst kl.16 og verður með svipuðu fyrirkomulagi og áður, þ.e. hægt er að mæta frjálst á bilinu 16 til 19:30 í síðasta lagi. Keppt er í opnum flokkum og skjóta bæði kyn 60 skotum. Mótið er STÍ mót og verður haldið sérstaklega utan um 40 fyrstu skotin í kvennaflokki þar sem árangur í mótinu gildir til flokka og meta. Eins og venjulega verður boðið uppá gómsætar veitingar af Christensen-fjölskyldunni.
|
Miðvikudagur, 30. apríl 2014 14:48 |
 Um helgina 2.-4.maí 2014 fer fram í Frakklandi landsliðsvalsmót Franska skotsambandsins. Á mótinu keppa tveir félagsmenn okkar, Sigurður Unnar Hauksson og Ellert Aðalsteinsson. Þeir eru núna í æfingabúðum á Spáni en fljúga yfir til Frakklands á morgun. Á mótinu keppa meðal annars Juan Jose Aramburu frá Spáni, Heikki Meriluoto og Marjut Heinonen frá Finnlandi, ásamt Anthony Terras og öllum hinum Frökkunum.
|
Miðvikudagur, 23. apríl 2014 19:51 |
 Íslandsmótið í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. 29 keppendur eru skráðir til leiks. 1. riðill hefst með 15 mín. undirbúningstíma kl. 9:30. Æfingatími hefst kl. 9:45 og sjálf keppnin kl.10:00. 2. riðill hefst kl.11:30 með 15 mín.undirbúningstíma. Æfingatími hefst kl. 11:45 og sjálf keppnin kl. 12:00. Ath. að enginn final er haldin á þessu móti frekar en á öðrum STÍ mótum þetta árið. Þau mál eru í skoðun.
Keppnisæfing skráðra keppenda er á föstudaginn kl.19-21.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 148 af 296 |