Miðvikudagur, 11. júní 2014 11:23 |
Ásgeir lauk keppni í loftskammbyssu á heimsbikarmótinu í München í 37.sæti af 117. Skorið var 574 stig og 24x-tíur (96-95-95-95-98-95). Ellert Aðalsteinsson hóf keppni í skeet í morgun og var með 23 í fyrsta hring og 17 í seinni
|
|
Miðvikudagur, 11. júní 2014 08:51 |
Við erum að fá leirdúfur uppá svæði á eftir. Verða komnar um hádegisbilið. Nú þurfum við að losa palletturnar hratt og þurfum því sem flestar hendur til aðstoðar í dag. Mætum öll og klárum þetta á mettíma. Svæðið opnar kl.16:00
|
Mánudagur, 09. júní 2014 20:42 |
 Ásgeir endaði í 23.sæti í Frjálsri skammbyssu í morgun með 554 stig (94-93-92-91-92-92). Hann keppir svo í loftskammbyssu á miðvikudaginn. Ellert Aðalsteinsson byrjar þá keppni í haglabyssu SKEET og lýkur henni á fimmtudeginum.
|
Sunnudagur, 08. júní 2014 20:53 |
Vormót SR verður haldið í Benchrest HV í Score á 200 metrum, sunnudaginn 15. júni. Mæting er kl 10:00. Keppnisgjald er kr 1500. Skráningu líkur föstudaginn 13. júní. Skráning á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
- Mótið er opið fyrir alla landsmenn.
|
Sunnudagur, 08. júní 2014 11:30 |
Eftir undankeppnina á heimsbikarmótinu í München í Þýskalandi í morgun, var Ásgeir Sigurgeirsson með fimmta besta skorið, 561 stig (92-96-92-96-92-93). Hann keppir því í aðalkeppninni á morgun en 90 bestu komust áfram. Keppnin hefst kl. 8:45 að staðartíma eða 6:45 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með hérna. Þess má geta að Ásgeir setti gildandi Íslandsmet sitt í München árið 2011, 565 stig og kann því greinilega vel við sig þarna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 143 af 296 |