Viðburðir um næstu helgi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 11. maí 2014 16:51

Um næstu helgi fara fram tvö landsmót hjá okkur. Í Egilshöllinni er mót í Grófri skammbyssu á laugardaginn. Á Álfsnesi er mót í haglabyssu-skeet á laugardag og sunnudag. Skráningu á þessi mót lýkur á ÞRIÐJUDAGINN og þurfa skráningar að berast á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Einnig er Grafarvogsdagurinn á sunnudaginn og er þá opið hús hjá okkur í Egilshöllinni þar sem gestir geta fengið að prófa loftriffla. Yngri en 15 ára geta því miður ekki fengið að prófa en 15-18 ára með heimild foreldra.

Félagsmót í BR50 riffli er á sunnudeginum á Álfsnesi sem hefst kl.10:00 og er skráning á staðnum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Tekið til á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 11. maí 2014 16:32
2014 tiltekt sr mai 22014 tiltekt sr mai 12014 tiltekt sr mai 32014 tiltekt sr mai 42014 tiltekt sr mai 52014 tiltekt sr mai 62014 tiltekt sr mai 72014 tiltekt sr mai 8
Í dag var tilktektardagur á svæðinu okkar í Álfsnesi. Fjöldi félagsmanna mætti og lagði sitt af mörkum. Stjórnin þakkar öllum þeim sem gáfu tíma sinn í dag og þá sérstaklega formanni skemmtinefndar, Dagnýju H. Hinriksdóttur, fyrir framtakið. Í lokin var grillveisla að hætti hússins.
AddThis Social Bookmark Button
 
OPIÐ fyrir félagsmenn á Álfsnesi í dag Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 07. maí 2014 11:11

Vegna veðurs verður opið á Álfsnesi í dag fyrir félagsmenn SR frá kl.12:00 til 19:00

AddThis Social Bookmark Button
 
Egilshöll lokar 9.maí Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 06. maí 2014 16:50

Nú er vetrarstarfinu að ljúka og er síðasti opnunardagur tímabilsins fimmtudaginn 8.maí. Vetrarstarfið hefst svo aftur mánudaginn 6.október 2014

AddThis Social Bookmark Button
 
Tiltektardagur á Álfsnesi sunnudaginn 11.maí Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 05. maí 2014 13:24

Sunnudaginn 11.maí 2014 er tiltektardagur á Álfsnesi. Mæting er kl. 10 og reiknað með að klára uppúr kl. 14:00

Dagný ætlar að grilla eitthvað góðgæti fyrir okkur í lokin.

AddThis Social Bookmark Button
 
Sigurður Unnar náði silfrinu í Frakklandi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. maí 2014 15:37

2014 siddi w gunÞá er Franska meistaramótinu í Skeet-haglabyssu lokið og endaði Sigurður Unnar Hauksson í öðru sæti í unglingaflokki með 110 stig (23-20-21-24-22), frábært hjá honum. Í karlaflokki endaði Ellert Aðalsteinsson í 12.sæti með 109 stig (23-22-23-22-19). Anthony Terras frá Frakklandi sigraði með 119 stig, José Aramburu frá Spáni varð í 4.sæti með 117 stig, Marko Kemppainen frá Finnlandi í 5.sæti einnig með 117 stig, og Heikki Meriluoto frá Finnlandi í 7.sæti með 114 stig. Fínn túr hjá okkar mönnum en þeir voru í æfingabúðum á Spáni vikuna fyrir mótið með Finnunum og Spánverjanum.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 Næsta > Síðasta >>

Síða 147 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing