Laugardagur, 13. janúar 2018 17:14 |
 Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði í Frjálsri skammbyssu á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem haldið var í Kópavogi í dag, með 524 stig. Í öðru sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 512 stig og í þriðja sæti varð Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 464 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,407 stig en sveitina skipuðu Thomas Viderö, Bára Einarsdóttir og Guðrún Hafberg. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,250 stig skipuð Jórunni Harðardóttur, Jóni Árna Þórissyni og Þorsteini B. Bjarnarsyni.
|
|
Föstudagur, 12. janúar 2018 18:06 |
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi.
Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart konum um allan heim og þá oft í krafti valds eða stöðu þess sem því beitir.
ÍSÍ fagnar þeirri umræðu sem fylgt hefur #metoo herferðinni og þakkar þeim einstaklingum sem þar hafa komið fram með frásagnir sínar fyrir frumkvæðið og hugrekkið sem þeir hafa sýnt, með því að skýra frá þessum alvarlegu málum og vekja upp nauðsynlega umræðu um vandann. ÍSÍ er nú að leita leiða til að tryggja þeim sem orðið hafa fyrir alvarlegu ofbeldi í tengslum við íþróttastarf faglega aðstoð.
Það er og hefur verið markmið íþróttahreyfingarinnar að tryggja öryggi, jafnrétti og jafnræði þeirra sem iðka og starfa innan íþróttahreyfingarinnar. Þau skilaboð sem fram hafa komið með frásögnum íslenskra kvenna um ofbeldi innan hreyfingarinnar á Íslandi hafa sýnt að ástæða er til að gera betur.
Íþróttahreyfingin mun ekki sitja aðgerðarlaus hjá varðandi þann vanda sem birst hefur gegnum #metoo herferðina og er þegar hafin vinna við að móta aðgerðir sem gagnast geta hreyfingunni í baráttunni gegn ofbeldi.
Skilaboðin eru einföld: Ofbeldi verður ekki liðið!
|
Sunnudagur, 07. janúar 2018 01:33 |

Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem fram fór í Egilshöllinni í dag, sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 545 stig, annar varð Friðrik Goethe úr SFK með 531 stig og Karl Kristinsson úr SR varð þriðji með 527 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SFK með 1,597 stig (Ívar 545, Friðrik 531 og Eiríkur Ó.Jónsson 521 stig), í öðru sæti A-sveit SR með 1,491 stig (Karl 527, Ólafur Gíslason 487 og Jón Á.Þórisson 477) og í þriðja sæti B-sveit SFK með 1,396 stig (Guðmundur T. Ólafsson 472, Ólafur Egilsson 469 og Gunnar B. Guðlaugsson 455).
|
Laugardagur, 06. janúar 2018 19:30 |
 Hið árlega í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli félagsins á Álfsnesi í dag. Keppt var eftir forgjafarkerfi SR og sigraði Stefán G. Örlygsson úr SKA með 66 stig (21+22+23), annar varð Kjartan Örn Kjartansson úr SR með 65 stig (19+22+21/3) og Hjörtur Sigurðsson úr SR varð þriðji með 63 stig (16+20+18/9). Alls mættu 14 keppendur til leiks.
|
Fimmtudagur, 04. janúar 2018 10:50 |
Riðlaskipting landsmóts STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn liggur nú fyrir. Keppnin hefst kl. 09:00 og er keppt í 4 riðlum sem hefjast kl. 09:00, 10:30, 12:00 og 13:30.
|
Mánudagur, 01. janúar 2018 00:04 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur, óskar félagsmönnum og velunurum félagsins gleðilegs nýs árs. Á nýju ári koma ný tækirfæri með nýjum væntingum og verkefnum. Stjórn félagsins hvetur konur og karla í félaginu, að koma að margvíslegum verkum á nýju ári. Skrifstofa félagsins er ávallt opin alla virka daga og þangað má senda fyrirspurnir um daglega viðburði i félaginu. Félagið verður aldrei stærra en það, sem hið almenna félagsfólk, leggur af mörkum í allskonar starf og íþróttaviðburði. Stjórnin hvetur félagsfólk, jafnt konur og karla, sem vilja koma að verkefnum félagsins, að hafa samband og taka þátt í nýju og spennandi ári. Gleðilegt ár og takk fyrir samstarfið á liðnu ári. Stjórn SR...
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 83 af 296 |