|
Föstudagur, 21. maí 2021 09:42 |
|
Á laugardaginn verður prófdómari vegna hreindýraprófanna á staðnum frá kl.12 til 16. Bara mæta og klára. Hérna færðu allar upplýsingar um próftökuna á heimasíðu UST.
|
|
|
Fimmtudagur, 20. maí 2021 15:12 |
|
Frá ÍSÍ:
Í ljósi fregna frá upplýsingafundi almannavarna í morgun viljum við ítreka mikilvægi þess að framfylgja þeim reglum um sóttvarnir sem eru í gildi. Það lítur út fyrir bjartari tíma framundan, með frekari afléttingum, en baráttunni við COVID-19 er þó ekki lokið og mikilvægt að sofna ekki á verðinum.
|
|
Nánar...
|
|
Þriðjudagur, 18. maí 2021 16:54 |
|
Fréttatilkynning
Reykjavík, 18. maí 2021
Til fjölmiðla
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sambandsaðilar þess, hafa undanfarna mánuði sóst eftir því hjá sóttvarnayfirvöldum, bæði með fundahaldi, símtölum og skriflegum erindum, að afreksíþróttafólk landsins fái forgang í bólusetningu, að loknum bólusetningum viðkvæmra hópa og heilbrigðisstarfsfólks, svo það geti með öruggari hætti tekið þátt í alþjóðlegu mótahaldi.
|
|
Nánar...
|
|
Mánudagur, 17. maí 2021 18:44 |
|
Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 27.maí n.k. í Egilshöllinni í Grafarvogi. Fundurinn hefst kl.19:00
|
|
Mánudagur, 17. maí 2021 09:39 |
|
Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STÍ í Skeet sem fram fór í Þorlákshöfn um helgina.
Frétt frá STÍ:
Landsmót STÍ fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 50 stig (117) annar varð Jakob Þór Leifsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 43 stig (108), og í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon frá Skotíþróttafélagi Akureyrar með 35 stig (111).
Einn keppandi mætti í unglingaflokki, og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar en skor hans var 80 stig.
Í kvennakeppninni sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 100 stig í , í öðru sæti varð María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 97 stig og í þriðja sæti varð Rósa Björg Hema úr Skotíþróttafélagi Akureyrar með 60 stig. Þar sem konurnar voru bara 3 var ekki skotinn finall.
Sjá má nánar um skor manna á úrslitasíðunni á www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 41 af 298 |