|
Miðvikudagur, 13. janúar 2021 16:24 |
|
Við opnum Egilshöll á morgun, fimmtudaginn 14.janúar kl.19-21. Það verða töluverðar takmarkanir, grímuskylda, aðeins önnur hver braut verður notuð svo færri komast að en áður. Gestir verða að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum, sótthreinsa þarf alla snertifleti eftir notkun, 2ja metra reglan í fullu gildi osfrv. Nánari reglur ÍSÍ og STÍ eru aðgengilegar hérna.Â
|
|
|
Þriðjudagur, 12. janúar 2021 22:31 |
|
Við opnum skotsvæðið á Álfsnesi á laugardaginn. OPIÐ verður kl.12-16. Passað verður uppá fjöldatamarkanir, 2 metra reglan í fullu gildi og grímuskylda á svæðinu. Í riffilhúsinu verður önnur hver lúga notuð. Nánari reglur ÍSÍ og STÍ eru svo aðgengilegar hérna.
|
|
Miðvikudagur, 06. janúar 2021 13:49 |
|
Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur lézt á Vífilsstöðum þann 30. desember s.l. 93 ára að aldri. Sigurgeir var framkvæmdstjóri bandalagsins frá 1954 til 1996, eða í 42 ár en vann síðan áfram að ýmsum verkefnum á skrifstofu ÍBR. Jafnframt var hann fyrsti framkvæmdastjóri Laugardalshallar 1965-1969 og framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna 1969-1984.
Við söknum mikils meistara sem alltaf var léttur í sinni og botnlaus brunnur allskonar fróðleiks og sögulegra staðreynda.ÂÂ Fjölskyldu Sigurgeirs eru færðar innilegar samúðarkveðjur.
|
|
Miðvikudagur, 30. desember 2020 21:11 |
|
Starfið hjá félaginu var í lágmarki á árinu, eins og hjá mörgum íþróttafélögum í þessu covid ástandi.
Eftir sem áður þakkar stjórn félagsins samstarfið á árinu.
Stjórn félagsins óskar öllum velunnurum félagsins farsældar á komandi ári.
Gleðilegt nýtt ár !
|
|
Föstudagur, 11. desember 2020 14:10 |
|
Við erum nú komin í jólafrí. Lokað verður fyrir allar almennar æfingar í Egilshöll og á Álfsnesi til 12.janúar 2021. ÂÂ
|
|
Miðvikudagur, 11. nóvember 2020 08:45 |
|
Félagi okkar, Gunnar Sigurðsson, sem lést á Kanaríeyjum 2.október, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 13.nóvember og hefst athöfnin kl.13:00. Útförinni verður athöfninni streymt hérna: https://youtu.be/ORhlFEXT2cw
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 48 af 298 |