Reglur um haglabúnt,klippikort og árs-æfingagjöld Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 05. júlí 2010 09:45

Að gefnu tilefni er rétt að minna á neðangreinda reglu um afsláttarkjör:

1. Aðeins félagsmenn með greitt árgjald geta fengið keypt haglabúnt, klippikort og árs-æfingakort

2. Ofangreint er eingöngu gilt ef viðkomandi er með greitt árgjald þess árs er nýta skal ofangreint og ber að framvísa félagsskírteini ef þess er óskað. 

Athugið að starfsmönnum félagsins er óheimilt að víkja frá þessum reglum. 

AddThis Social Bookmark Button
 
SÍH Open lauk í dag. Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. júlí 2010 20:12
SÍH Open í skeet var haldið í Hafnarfirði um helgina. Öldungurinn okkar hann Gunnar Sigurðsson varð í 3.sæti í B-úrslitum. Nánar um úrslit hérna.
AddThis Social Bookmark Button
 
Örn og Þorgeir í Finnlandi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 04. júlí 2010 20:08
Tveir keppnismenn okkar í skeet kepptu á SAKO-BERETTA Open í Tampere í Finnlandi um helgina í skeet. Örn hafnaði í 24.sæti með 106 stig (20-24-22-18-22) og Þorgeir í 38.sæti með 101 stig (20-20-22-19-20). Keppendur voru 56 talsins.
AddThis Social Bookmark Button
 
Hlað-Norma mótið 17. júlí á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 02. júlí 2010 14:07
 Laugardaginn 17. Júli verður Hlað – Norma riffilskotkeppnin á velli Skotfélags Reykjavíkur.  Keppnisfyrirkomulag er eftirfarandi: 
AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
546 stig í frjálsu skammbyssunni Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 01. júlí 2010 09:10
Ásgeir Sigurgeirsson er nú að keppa á heimsbikarmótinu í Belgrad í Serbíu. Hann lauk keppni í loftskammbyssu á mánudaginn með 573 stig en Íslandsmet hans er 586 stig sem hann setti í nóvember 2009, og hafnaði í 42.sæti af 82 keppendum, sem er alveg stórfínn árangur. Mótið er gríðarsterkt og eru þarna saman komnir allir bestu skotmenn í heimi. Í gær keppti hann í undankeppninni í frjálsri skammbyssu og komst hann í gegnum niðurskurðinn með glæsibrag á 546 stigum. Í aðalkeppninni sem var að ljúka endaði hann í 45.sæti af 73 sem komust í aðalkeppnina, með 546 stig einsog í undankeppninni og varð þar fremstur Norðurlandabúa. Þess má geta að Íslandsmet hans er 555 stig sem hann setti í Svíþjóð í fyrra. Frábær árangur hjá honum og verður spennandi að fylgjast með honum á heimsmeistaramótinu sem verður haldið í München í Þýskalandi í byrjun ágúst.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir endaði á 573 stigum. Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 29. júní 2010 12:00
Ásgeir endaði með 573 stig í Belgrad og hafnaði í 42.sæti af 82 keppendum.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>

Síða 247 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing