|
Föstudagur, 04. febrúar 2011 14:44 |
|
Ásgeir hafnaði aftur í öðru sæti í dag. Sigurvegarinn var Jan Fabo frá Slóvakíu og Bandaríkjamaðurinn Greg Markowsky varð í 3ja sæti. Frábært hjá kallinum, kominn með tvö silfur. Nú er bara að blanda rétt og landa gullinu á morgun.
|
|
|
Fimmtudagur, 03. febrúar 2011 16:49 |
|
Ásgeir endaði í 2.sæti á alþjóðamótinu í Haag sem var að ljúka rétt í þessu. Hann skaut 577 stig í undankeppninni og svo 98,3 í final eða alls 675,3 stig. Sigurvegarinn varð Bandaríkjamaðurinn Thomas Rose með 678,5 stig en hann skaut afar vel í finalnum eða 102,5 stig, sem er með því besta sem sést. Í þirðja sæti hafnaði Slóvakinn Ján Fabo með 670,7 stig. Frábært hjá okkar manni !
|
|
Fimmtudagur, 03. febrúar 2011 08:24 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson er nú í Haag í Hollandi, þar sem hann tekur þátt í hinu árlega Inter-Shoot loftbyssumóti. Hann byrjar keppni í dag kl.11:30 og ef hann kemst áfram hefjast úrslit kl.16:00. Á morgun byrjar hann kl.07:00 og úrslit kl.13:45. Á laugardaginn byrjar hann kl.10:15 og úrslit kl.15:30. Hægt er að fylgjast með skorinu live á netinu hérna og eins er vefmyndavél í gangi á meðan á keppni stendur hérna.
|
|
Laugardagur, 22. janúar 2011 22:10 |
|
Ásgeir Sigurgeirsson sigraði á Landsmótinu í Frjálsri skammbyssu í dag með 525 stig
|
|
Föstudagur, 21. janúar 2011 19:55 |
|
Á morgun laugardaginn 22.janúar fer fram Landsmót STÍ í Frjálsri skammbyssu í Egilshöllinni. Lokað verður fyrir almenna starfsemi þann dag. Mótið hefst kl.10:00 . Opið verður á Álfsnesi kl.12-17
|
|
Miðvikudagur, 19. janúar 2011 11:21 |
|
Páskamót SR í Skeet-haglabyssu verður haldið laugardaginn 23.apríl 2011. Mótið verður gilt til flokkaárangurs STÍ en skotnar verða 75 dúfur+final. Merkið þetta inná stundaskránna ykkar.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 247 af 299 |