Örn sigraði á Reykjavík Open Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 29. ágúst 2010 18:01
Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á mótinu í dag og varð einnig Reykjavíkurmeistari í skeet 2010. Hann skaut 114 undankeppninni og svo 22 í úrslitum og endaði á alls 136 dúfum. Guðmann Jónasson frá skotfélaginu Markviss á Blönduósi varð annar með 135 stig, eftir bráðabana við Íslandsmeistarann úr sama félaginu, Bergþór Pálsson. ÍB-úrslitum sigraði Þórður Kárason úr SÍH á 103 dúfum, annar varð Óskar R. Karlsson úr SR á 102 dúfum og í 3ja sæti hafnaði Vignir J.Vignisson á 101 dúfu. Úrslitin eru hérna og eins myndir frá mótinu hérna. Þökkum styrktaraðilum okkar fyrir stuðninginn en þeir voru að þessu sinni Sportvörugerðin, Ísnes, Vesturröst, Ellingsen og Hlað.
AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmann efstur eftir fyrri dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 28. ágúst 2010 17:31

Á Opna Reykjavíkurmótinu er Guðmann Jónasson frá Blönduósi efstur eftir fyrri dag með 69 dúfur, en í öðru til þriðja sæti eru jafnir með 68 dúfur þeir Örn Valdimarsson úr okkar félagi og Bergþór Pálsson, Íslandsmeistarinn frá Blönduósi. Í B-keppninni er Þórður Kárason frá Hafnarfirði efstur með 51 dúfu en unglingurinn okkar, Óskar R. Karlsson, er í öðru sæti með 50 dúfur og svo Vignir J.Vignisson í 3ja sæti með 49 dúfur. Keppnin um verðlaunasætin verður því mjög spennandi á morgun. Keppni hefst kl.10:00 og verða þá skotnir 2 hringir en úrslitin hefjast svo kl.13:45. Staðan eftir fyrri daginn er hérna.  Myndir frá keppni dagsins eru svo hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Lokað á haglavöllum en riffilvöllur opinn að hluta Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. ágúst 2010 19:38
Á morgun laugardag verður lokað á haglavöllum félagsins vegna Opna Reykjavíkurmótsins. Eins verður truflun á opnun riffilvallar vegna námskeiðs Umhverfisstofnunar og Lögreglunnar. Það hefst kl. 10:00 einsog mótið og stendur fram til u.þ.b. kl.15:00.
AddThis Social Bookmark Button
 
Tímatafla Reykjavík Open komin Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 26. ágúst 2010 19:09
Tímatafla mótsins um helgina er nú komin hérna.  Úrslitin hefjast á sunnudaginn kl.13:45
AddThis Social Bookmark Button
 
Opna Reykjavíkurmótið í skeet um næstu helgi ! Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 23. ágúst 2010 19:44
Opna Reykjavíkurmótið verður haldið á Álfsnesi um næstu helgi. Skotnir verða 3 hringir á laugardeginum og verður þá skipt í tvo jafna flokka fyrir sunnudaginn og fara þá 50% bestu eftir fyrri daginn í A-flokk og hinn hlutinn í B-flokk. Final verður í báðum flokkum. Konur,karlar og unglingar keppa saman. Vegleg verðlaun eru veitt fyrir efstu þrjú sætin í A-flokki og eins í B-flokki. Efsti keppandinn úr Reykjavíkurfélagi hlýtur titilinn Reykjavíkurmeistari 2010. Keppnisgjald er kr. 7,000. Eftir keppni á sunnudeginum bíður félagið öllum keppendum og fylgismönnum þeirra til grillveislu á keppnisstað. Þess ber einnig að geta að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar veitti leyfi til keppni á sunnudeginum samkvæmt ákvæðum í starfsleyfi félagsins. Athugið að skráningu á mótið lýkur að kvöldi þriðjudagsins 24.ágúst.
AddThis Social Bookmark Button
 
Opið á miðvikudag kl. 16-21 Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 23. ágúst 2010 16:22
Nú líður að vetraopnun og eru fyrstu afleiðingar þess að við náum ekki að opna fyrr en kl.16 á miðvikudaginn. Sjá nánar undir Opnunartímar.
AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >>

Síða 243 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing