| 
		
	| Fimmtudagur, 07. apríl 2011 15:02 |  
| Undir Opnunartímar eru þessar reglur: Leyfileg caliber og kúlur:Riffla-caliber sem er leyfilegt til æfinga og keppni, er eingöngu Rimfire cal.22LR ( HiVel bönnuð )
 Skammbyssu caliber upp í 9mm / 38 special utan hefðbundinna æfinga með leyfi skotstjóra.
 Leyfilegt caliber í loftsal :  cal.177 (4,5mm) blý-bikar og kraftur max 7,5Joule. Kraftmeiri loftbyssur þarf að fara með í púðursal.
 Önnur caliber eru ekki leyfð en þau sem getið er um hér að ofan ! Athugið einnig að fylgjast með séræfingum, mótahaldi og námskeiðum sem geta truflað auglýsta opnunartíma !!  |  | 
	| 
		
							| 
	| Fimmtudagur, 07. apríl 2011 14:07 |  
| Næstsíðasta mót vetrarins í 30-skota skammbyssukeppnunum var haldið í gærkvöldi. Að þessu sinni sigraði Kolbeinn Björgvinsson, annar varð Jón Árni Þórisson og í 3ja sæti Björgvin Óskarsson. Skorblaðið er hérna. |  
	| Mánudagur, 04. apríl 2011 19:57 |  
| Ásgeir Sigurgeirsson heldur utan til keppni í Kóreu á morgun. Hann keppir á heimsbikarmótinu í Changwon í frjálsri skammbyssu á laugardaginn og í loftskammbyssu á mánudaginn. Nánari tímasetningar koma hér innan tíðar. |  
	| Fimmtudagur, 31. mars 2011 22:35 |  
| Innanfélagsmót í loftriffli og loftskammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á fimmtudaginn 7.apríl. Mótið hefst kl.18. Keppendur geta byrjað strax kl.18:10. Skráning á staðnum. Keppnisrétt hafa allir félagsmenn SR. |  
	| Fimmtudagur, 31. mars 2011 22:32 |  
| Á Superfinal mótinu í kvöld sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu eftir spennandi keppni. Í loftriffilkeppninni vann Sigfús Tryggvi Blumenstein. Fjöldi áhorfenda mætti og hvatti keppendur með áhöldum úr búsáhaldabyltingunni. Fjöldi keppenda mætti til leiks, 15 í loftskammbyssu og 7 í loftriffil. |  
	| Mánudagur, 28. mars 2011 17:14 |  
| Á fimmtudaginn, 31.mars, verður haldið innanfélagsmót í SÚPERFINAL. Allir félagsmenn okkar eru gjaldgengir óháð keppnisrétti. Hann hefst kl.20:00 og því þurfa keppendur að vera mættir 30 mín fyrr. Þið getið mætt frá kl.18:00 og æft ykkur áður en finalinn hefst. Hann fer þannig fram að við skjótum öll samtímis eitt skot á skífu. Sá sem á lægsta skorið fellur út og svo koll af kolli þar til einn situr eftir sem sigurvegari. Engin skor verða skráð því þetta er útsláttarkeppni. Ætlast er til að áhorfendur láti í sér heyra á meðan keppt er og köll og klöpp eru algerlega heimil, s.s. enginn friður. Þetta er svipað fyrirkomulag og hefur verið prófað á nokkrum alþjóðlegum mótum undanfarið og fengið frábærar viðtökur. Kveðja Gummi Gísla |  |  | 
	| << Fyrsta < Fyrri 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 Næsta > Síðasta >> 
 
 | 
	| Síða 243 af 298 |