|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:16 |
 Ásgeir Sigurgeirsson keppir í Þýsku deildinni um helgina. Hann fer utan í fyrramálið og tekur æfingar á morgun. Síðan keppir hann í tveimur keppnum á sunnudeginum. Stjórn, fyrir hönd ALLRA félagsmanna, óskar honum alls hins besta í keppni við þá bestu.
|
|
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:15 |
|
Höfum fengið fjölda fyrirtækjahópa í heimsókn undanfarna daga og tölvuverður fjöldi er búinn að bóka tíma á næstu dögum og vikum. Vorum með góðan hóp í Egislhöllinni í dag og fáum mikinn fjölda um helgina.
|
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:12 |
|
Við fengum Alþingismenn í heimsókn í gær og voru þeim kynnt starfsemi félagsins. Kynningin var í tilefni fyrirliggjandi Vopnalagafrumvarps. Reiknum við með fleiri heimsóknum á næstu dögum og vikum í tengslum við frumvarpið.
|
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 21:06 |
|
Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar kom í árlega skoðun á svæði félagsins í síðustu viku. Starfsemi félagsins er í fínu lagi og umgengni á svæðinu einsog krafist er. Engin breyting verður á tímasetningum á opnunartímum félagsins, enda stífar tímareglur í starfsleyfi félagsins.
|
|
Föstudagur, 30. nóvember 2012 20:59 |
|
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu verður haldið í aðstöðu Skotfélags Kópavogs í Digranesi á morgun, laugardag, og hefst það kl.10:00. Við eigum þar 7 keppendur, 5 í karlaflokki og 2 í kvennaflokki. Við óskum þeim góðs gengis.
|
|
Fimmtudagur, 22. nóvember 2012 15:37 |
|
Umfjöllun og viðtal við framkvæmdastjórann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um skammbyssur og vopnalagafrumvarp Innanríkisráðherra. Þátturinn er hérna en viðtalið byrjar á mínútu 14:20
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 196 af 299 |