|
Sunnudagur, 14. desember 2025 08:50 |
|
Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með loftskammbyssu og loftriffli fór fram í aðstöðu Skotfélags Reykjavíkur í Egilshöllinni í dag. Í loftskammbyssu sigraði Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 552 stig, Bjarki Sigfússon úr sama félagi varð annar með 540 stig og Magnús Ragnarsson úr Skotíþróttafélaginu Skyttur varð þriðji með 534 stig. Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur hlaut gullið í unglingaflokki með 507 stig.
Í keppni með loftriffli sigraði Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 561,1 stig, í öðru varð Sigurbjörn J. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 557,3 stig og Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð þriðji með 548,9 stig. Í unglingaflokki fékk Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 546,1 stig. Nánari úrslit má nálgast á https://sti.is/2025-2026/og myndir frá mótinu hérna:https://www.facebook.com/Skotfelag.Reykjavikur
|