| 
		Mánudagur, 14. október 2019 08:24	 | 
| 
 Fyrsta mót keppnistímabilsins í innigreinunum fór fram í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur í dag. 
Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,3 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 558,2 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 516,7 stig. 
Í flokki stúlkna í keppni með loftskammbyssu sigraði Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig sem er nýtt Íslandsmet stúlkna. Í öðru sæti varð Sigríður Láretta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 501 stig. Saman skipuðu þær sveit Skotfélags Akureyrar ásamt Þorbjörgu Ólafsdóttur, sem sigraði í kvennaflokki með 510 stig. Þar varð önnur Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 459 stig. Árangur sveitarinnar er einnig nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1527 stig. 
Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 552 stig, annar varð Peter Martisovic úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 543 stig. 
			 |