Sigurður Unnar í 16.sæti eftir fyrri dag á Spáni Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. janúar 2019 19:20

2019espsiddidag12016siddi01Sigurður Unnar Hauksson er að keppa í haglabyssugreininni SKEET á sterku Grand Prix móti í Malaga á Spáni. Eftir fyrri daginn er Siddi í 16.sæti en keppendur eru alls 53. Keppt er í opnum flokki þar sem konur, karlar og unglingar keppa saman. Skorið hjá honum í dag var 70 stig (22-23-25) en keppni lýkur á morgun.  UPPFÆRT: hann endaði með 113 stig (23+20) og hafnaði í 27.sæti.

AddThis Social Bookmark Button