Guðmundur Helgi og Jórunn með gull í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 19. janúar 2019 18:55

201950mrifflmot19jan2018pr60jorhelgi201750mlmot9deslidkasrLandsmót STÍ í 50 metra rifflli liggjandi var haldið í Kópavogi í dag. Sigurvegari í karlaflokki var Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 617,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 610,8 stig og þriðji varð Stefán Eggert Jónsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 604,4 stig. Í liðakeppni sigraði sveit SFK með 1796,9 stig, sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1796,2 stig og sveit SÍ varð þriðja með 1794,0 stig. Í kvennaflokki mætti einn keppandi til leiks og hlaut því Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 610,8 stig.

AddThis Social Bookmark Button