Örn náði Ólympíulágmarki í Danmörku um páskana Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. apríl 2009 09:59
Á Páskamótinu í Holstebro í Danmörku náði okkar maður, Örn Valdimarsson, að skora 114 stig  sem er jafnt Ólympíulágmarkinu í haglabyssu Skeet. Þetta gefur honum lika sæti í meistaraflokki. Hann hafnaði í 4.sæti á mótinu eftir finalinn. Skorið var 23+24+22+23+22 eða alls 114 stig. Í final skoraði hann svo 22 stig og lenti einsog fyrr segir í 4.sæti í A-flokki. Frábær árangur og óskum við honum til hamingju með það. Fleiri Íslendingar voru meðal keppenda, Hákon Svavarsson úr SFS var á 106 og lenti í 2.sæti í flokki B, Garðar Guðmundsson úr SÍH á 105, Guðmann Jónasson úr MAV á 96 og Matthías Barðason úr SFS á 93 stigum. 
AddThis Social Bookmark Button