Íslandsmet hjá Guðmundi Helga á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 23. október 2016 21:07

2016tristada23okt1232016tristada23oktjorunnGuðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur setti nýtt Íslandsmet á landsmóti STÍ í 50 metra þrístöðuriffli með 1,113 stig. Annar varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 1,029 stig og í þriðja sæti hafnaði Þorsteinn B. Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 972 stig. Í kvennaflokki var aðeins einn keppandi, Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 522 stig. Í karlaflokki skjóta menn 40 skotum í hnjéstöðu, 40 skotum liggjandi og 40 skotum standandi eða alls 120 skotum. Í kvennaflokki er skotið helmingi færri skotum.

AddThis Social Bookmark Button