Þjálfaranámskeið STÍ og ISSF í nóvember Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 13. október 2016 11:32

gkg_0494 STÍ og ISSF hafa náð samkomulagi um að halda hér á landi námskeið fyrir skammbyssu-og riffilþjálfara. Þetta námskeið er s.k. "D-course for Regional Coaches" Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Kennarar verða Zeljko Toodorovic og Goran Maksimovic frá Alþjóðaskotsambandinu ISSF. Reiknað er með að námskeiðsgjald verði kr. 35,000 á þátttakanda og inninfalin eru kennslugögn ásamt hádegismat og kaffiveitingum. Þátttakendur þurfa að senda skráningu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir 24.október n.k. með nafni og kennitölu.

AddThis Social Bookmark Button