Íris Eva Einarsdóttir kjörin Íþróttakona Mosfellsbæjar Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. janúar 2016 13:37

mosfbaerithrottakarl_og kona_20152106rigirisevaÍris Eva Einarsdóttir skotfimikona úr Skotfélagi Reykjavíkur var kjörin Íþróttakona Mosfellsbæjar 2015.
Íris Eva var sigurvegari í öllum innanlandsmótum í loftriffli kvenna sem haldin voru á árinu ásamt því að ná meistaraflokksárangri á á öllum mótum. Íris Eva náði ólympíulágmörkum í greininni fékk gullverðlaun Reykjavíkurleikunum 2015, og vann til gullverðlauna á smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Reykjavík. Hún varð íslands- og bikarmeistari á árinu. Íris Eva er númer 241 á styrkleikalista Alþjóða skotsambandsins.

Reynir Örn Pálmason hestaíþróttamaður úr Hestamannafélaginu Herði var kjörin íþróttakarl Mosfellsbæjar 2015.
Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæst heimsmeistaratitill á gríðarsterku móti í Henning í Danmörku og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra á öllu mótinu.
Reynir var tvöfaldur íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn 8,88. Reynir er mjög ofarlega á heimslistum FEIF World-ranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta.

Alls voru tilnefndar níu konur til kjörs íþróttakonu Mosfellsbæjar og átta karlar til kjörs íþróttakarls Mosfellsbæjar frá fimm íþróttafélögum. Einnig voru veittar 105 viðurkenningar fyrir íslands-bikar -landsmóts og deildarmeistaratitla og 96 viðurkenningar fyrir þátttöku og æfingar með landsliðum íslands ásamt því að heiðra efnileg ungmenni 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.Tekið af www.mosfellsbaer.is
AddThis Social Bookmark Button