Skráning sjálfboðaliða á GSSE2015 Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 20. október 2014 10:53
Opnað var formlega fyrir rafræna skráningu þann 3. október fyrir sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikana 2015. Þegar eru á annað hundrað sjálfboðaliðar búnir að skrá sig.
Skráningin fer fram rafrænt og eru allar upplýsingar á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 http://www.iceland2015.is/
Skráningin fer fram í tveimur skrefum. Í fyrstu eru skráðar grunnupplýsingar, þær vistaðar og berst til baka tölvupóstur á skráð netfang með vefslóð fyrir síðari hluta skráningar. Í seinna skrefinu er farið inná vefslóðina þar sem grunnupplýsingarnar koma fram og haldið áfram með ítarlegri skráningu. Í þessu skrefi geta þeir sjálfboðaliðar sem ætla eingöngu að vinna fyrir ykkar keppnisgrein skráð það í síðustu spurninguna þar sem spurt er „Annað sem þú vilt að komi fram og skiptir máli“. Þar er t.d. hægt að skrá „Vinn við keppni í skotíþróttum“. Athugið að mikilvægt er að þið sérstaklega hvetjið ykkar lykilstarfsmenn að skrá sig tímanlega.
Eftir að seinna skrefinu er lokið er alltaf möguleiki að fara aftur inná skráninguna sína og gera breytingar ef þess er þörf.

gsse2015Opnað var formlega fyrir rafræna skráningu þann 3. október fyrir sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikana 2015. Þegar eru á annað hundrað sjálfboðaliðar búnir að skrá sig.
Skráningin fer fram rafrænt og eru allar upplýsingar á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 http://www.iceland2015.is/
Skráningin fer fram í tveimur skrefum. Í fyrstu eru skráðar grunnupplýsingar, þær vistaðar og berst til baka tölvupóstur á skráð netfang með vefslóð fyrir síðari hluta skráningar. Í seinna skrefinu er farið inná vefslóðina þar sem grunnupplýsingarnar koma fram og haldið áfram með ítarlegri skráningu. Í þessu skrefi geta þeir sjálfboðaliðar sem ætla eingöngu að vinna fyrir ykkar keppnisgrein skráð það í síðustu spurninguna þar sem spurt er „Annað sem þú vilt að komi fram og skiptir máli“. Þar er t.d. hægt að skrá „Vinn við keppni í skotíþróttum“. Athugið að mikilvægt er að þið sérstaklega hvetjið ykkar lykilstarfsmenn að skrá sig tímanlega.
Eftir að seinna skrefinu er lokið er alltaf möguleiki að fara aftur inná skráninguna sína og gera breytingar ef þess er þörf.

AddThis Social Bookmark Button