|
Sunnudagur, 29. desember 2019 17:51 |
|
Hið árlega Áramót í SKEET haglabyssu verður haldið á Álfsnesi laugardaginn 4.jan 2020. Mæting keppenda kl.11:30 og keppni hefst kl.12:00. Keppt verður eftir forgjafarkerfi félagsins. Skotnir 3 hringir ef birta leyfir. Keppendur annarra félaga eru velkomnir.
|
|
|
Sunnudagur, 29. desember 2019 16:12 |
|
RIG leikarnir 2020 verða haldnir í Reykjavík í lok janúar og byrjun febrúar n.k. Skráning stendur nú yfir en lýkur þann 20. janúar 2020. Nánar á síðu leikanna hérna.
|
|
Föstudagur, 27. desember 2019 08:08 |
|
Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2019 :
Skotíþróttakarl Ársins 2019 er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur
Ásgeir sigraði í öllum þeim mótum sem hann tók þátt í hérlendis og er ríkjandi Íslandsmeistari í Loftskammbyssu.
- Hann varð Þýskalandsmeistari með liði sínu, SGi Ludwigsburg í Þýsku Bundesligunni í vor.
- Hann sigraði á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi í lok maí.
- Á Heimsbikarmóti ISSF í Kína í lok apríl hafnaði hann í 35.sæti af 97 keppendum.
- Á Heimsbikarmóti ISSF í Brasilíu í lok ágúst varð hann í 23.sæti af 87 keppendum.
Ásgeir er sem stendur í 56.sæti á Heimslistanum og í 39.sæti á Evrópulistanum.
Skotíþróttakona Ársins 2019 er: Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur
Jórunn sigraði á flestum þeim mótum sem hún tók þátt í hérlendis.
- Hún varð Íslandsmeistari í Loftskammbyssu
- Hún varð Íslandsmeistari í 50 metra liggjandi riffli
- Hún varð Íslandsmeistari í Þrístöðuriffli
- Hún hafnaði í 58.sæti á Evrópumeistaramótinu í Króatíu
|
|
Fimmtudagur, 26. desember 2019 09:48 |
|
Við neyðumst til að aflýsa riffilmótinu sem halda áttti á sunnudaginn, vegna veikinda.
|
|
Laugardagur, 21. desember 2019 09:52 |
|
Það verður lokað hjá okkur í dag, laugardag. Opið verður á Álfsnesi 28.desember kl. 12-16
|
|
Sunnudagur, 15. desember 2019 17:29 |
|
Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag, jafnaði Jórunn Harðardóttir úr SR eigið Íslandsmet í rifflgreininni Þríþraut, 1095 stig. Í greininni er skotið 3x40 skotum, liggjandi, krjúpandi og standandi. Önnur í kvennaflokki varð Guðrún Hafberg úr SFK með 957 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Chrsitensen úr SR með 1,109 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr SR með 1,020 stig og í þriðja sæti Valur Richter úr SÍ með 1,001 stig. Í liðakeppninni bætti sveit SR eigið Íslandsmet með 3,053 stig og sveit SÍ hreppti silfrið með 2,813 stig. Hægt er að skoða nánar á SIUS-síðunni
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 58 af 298 |