|
Þriðjudagur, 11. febrúar 2020 08:55 |
|
Landsmót í Þrístöðu-riffli fór fram í Kópavogi á sunnudaginn. Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði með 1,112 stig, Theodór Kjartansson úr SK varð annar með 1,010 stig og þriðji varð Valur Richter úr SÍ með 1,008 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 1,089 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 955 stig.
|
|
|
Miðvikudagur, 29. janúar 2020 08:44 |
|
 Um helgina er skotfimi á dagskrá Reykjavíkurleikanna. SR sér um framkvæmdina einsog áður. Hér fylgir keppendalisti og riðlar báða dagana. Keppni hefst á laugardaginn í loftskammbyssu kl.9 og eins á sunnudaginn í loftriffli kl.9. Keppnisæfing í loftskammbyssu er kl.19-21 á föstudaginn. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni í sal 3 og 4 í nýju byggingunni. Farið er inn um aðalinnganginn og upp á aðra hæð þegar inn er komið. Hægt verður að fylgjast með keppnunum á þessum slóðum : LOFTSKAMMBYSSA og LOFTRIFFILL
|
|
Sunnudagur, 26. janúar 2020 18:56 |
|
Keppni á einu stærsta móti árisins í loftskammbyssu er nú lokið í München í Þýskaland, H&N CUP. Við áttum þar einn keppanda, Ásgeir Sigurgeirson, og hafnaði hann í 18.sæti á laugardaginn en keppendur voru 99 talsins. Hann endaði með 578 stig (97 98 96 96 97 94) og vantaði aðeins 3 stig til að komast í úrslit. Ásgeir ætaði að taka þátt í tveimur mótum en þar sem flug féll niður frá Íslandi á fimmtudaginn vegna veðurs, tókst það ekki en fyrri keppnin fór fram á föstudaginn. Ásgeir er nú á stífum æfingum en framundan er Evrópumeistaramótið í Póllandi í lok febrúar og laus pláss þar á næstu ÓL-leika í Japan, ef vel gengur.
|
|
Laugardagur, 25. janúar 2020 10:34 |
|
Lokað á Álfsnesi í dag
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>
|
|
Síða 56 af 298 |