SR menn sigursælir í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. maí 2011 20:25

Á Landsmóti STÍ í Skeet-haglabyssu í dag, sigraði Örn Valdimarsson í einstaklingskeppninni og meistaraflokki, Óskar R.Karlsson sigraði í unglingaflokki, Gunnar Sigurðsson í öldungaflokki, Stefán G.Örlygsson í 2.flokki, Guðmundur Pálsson í 0.flokki og svo sigraði A-liðið okkar í liðakeppninni með þá Örn Valdimarsson, Þorgeir M.Þorgeirsson og Stefán G.Örlygsson innanborðs. Nánari úrslit eru hérna og svo eru komnar myndir inná fésbókina. Einnig skemmtilegar videomyndir sem Óskar Þórðarson tók af finalnum hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót á laugardaginn á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 05. maí 2011 08:53

Á laugardaginn verður haldið landsmót í haglabyssu-skeet á völlum félagsins á Álfsnesi. Lokað verður á þeim fyrir almennri umferð á meðan mótið stendur yfir. Riðlaskiptingin er komin hérna. Keppnisæfingar verða á fostudag kl.17:30 til 20:00

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensenmótið i gærkvöldi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 05. maí 2011 08:43

Hið árlega Christensenmót í loftbyssugreinunum var haldið í gærkvöldi í Egilshöllinni. Að venju sigraði Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu og Jórunn Harðardóttir í loftriffli. Einnig bætti Númi Ólafsson Íslandsmet sitt í loftriffli unglinga. Úrslitablaðið er hérna og svo eru myndir inná myndasíðunni á fésinu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir færist upp á Evrópulistanum Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 04. maí 2011 07:02

Evrópska skotsambandið var að gefa út nýjan stöðulista í morgun. Ásgeir Sigurgeirsson tók stökk á listanum yfir bestu skotmenn Evrópu í frjálsri skammbyssu og er nú kominn uppí 19.sæti. Þetta er besta staða íslensks skotmanns í Evrópu frá upphafi mælinga. Hann er langfremstur Norðurlandabúa en næstur þeirra er Finni í 40.sæti. Framundan hjá Ásgeiri er þátttaka á heimsbikarmóti í Bandaríkjunum um miðjan Maí og eins á heimbikarmótinu í Þýskalandi í júní. Einnig er hann að fara á Smáþjóðaleikana í Liechtenstein í byrjun júní.

AddThis Social Bookmark Button
 
Christensen mótið á miðvikudaginn Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 01. maí 2011 15:42

Minnum alla á hið árlega Christensenmót í loftskammbyssu og loftriffli á miðvikudaginn. Keppendur skrá sig á staðnum og geta byrjað að skjóta frá kl.16 til 20. Keppt er í opnum flokki í báðum greinum og skotið 60 skotum. Athugið að lokað er fyrir almennar æfingar þann daginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótin í dag, úrslit og myndir Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 30. apríl 2011 18:36

Íslandsmótinu í loftbyssugreinunum er nú lokið. Steinunn Guðmundsdóttir úr SKA setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki kvenna í loftskammbyssu, bæði með og án final, Númi Ólafsson úr SFK jafnaði Íslandsmetið í unglingaflokki án final og svo setti kvennasveit SR Íslandsmet í loftskammbyssu. Í loftskammbyssu karla varð Ásgeir Sigurgeirsson Íslandsmeistari, í loftskammbyssu kvenna Jórunn Harðardóttir, í loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen, í loftriffli kvenna Íris Eva Einarsdóttir, í liðakeppni karla A-sveit Skotfelags Reykjavíkur (Ásgeir Sigurgeirsson,Guðmundur Kr.Gíslason,Guðmundur H.Christensen), í liðakeppni kvenna A-sveit Skotfélags Reykjavíkur (Jórunn Harðardóttir,Kristína Sigurðardóttir,Inga Birna Erlingsdóttir). Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í öllum flokkum karla og kvenna. Myndir eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 Næsta > Síðasta >>

Síða 237 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing