Karol vann bæði mótin um helgina Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 25. nóvember 2025 07:24

2025 spp lmot23nov2025 li2025 spp lmot23nov2025 123 Um helgina fóru fram tvö Landsmót Skotíþróttasambands Íslands ískotfimi. Skotíþróttafélag Kópavogs sá um mótahald. Á laugardaginn var keppt í Staðlaðri skammbyssu þar sem Karol Forsztek úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 519 stig, Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð annar með 507 stig og Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðji með 504 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,453 stig, A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð önnur með 1,387 stig og í þriðja sæti B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,369 stig.

Á sunnudaginn var keppt í Sport skammbyssu þar sem sömu menn röðuðu sér í efstu sætin, Karol Forsztek úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 550 stig, Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 528 stig og Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs þriðji með 521 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,510 stig, sveit Skotdeildar Keflavíkur varð önnur með 1,481 stig og í þriðja sæti A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,346 stig.

AddThis Social Bookmark Button