Jórunn, Helgi og Viktoría Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. apríl 2022 13:05

2022 lmot3p24april2022 islmeist3p24aprGuðmundur Helgi Christensen úr SR varð í dag Íslandsmeistari í riffilgreininni 50 metra Þrístaða, en hún er ein af þeim skotgreinum sem eru keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Hann endaði með 525 stig. Í öðru sæti varð Þórir Kristinsson úr SR með 513 stig og Valur Richter úr SÍ þriðji með 510 stig. Jórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 530 stig og Guðrún Hafberg hlaut silfrið með 407 stig. Viktoría Erla Bjarnarson hlaut Íslandsmeistaratitilinn í stúlknaflokki með 434 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði með 1,501 stig og sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1,414 stig. Mótið fór fram í Egilshöllinni. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button