Úrslit Landsmótsins um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. júní 2020 20:18

2020 lmot sr 13 14 juni urslit2020 skeet14junika123-74112020 skeet14junikv123-74142020 skeet14juniun12-74062020 skeet14junilid123-74032020 skeet14juniptg1-7328Fyrsta Landsmót sumarsins í Ólympísku skotgreininni Skeet fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. 19 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 83 stig, Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð önnur með 80 stig og Guðrún Hjaltalín úr Skotfélagi Akraness þriðja með 56 stig. Í unglingaflokki sigraði Daníel L. Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 90 stig og Ágúst I. Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 80 stig. Í karlaflokki sigraði Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 116 stig, Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness varð annar með 114 stig eftir bráðabana, sem endað 3:2, við Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands sem einnig var með 114 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 323 stig, Skotfélag Akureyrar varð í öðru sæti með 270 stig og Skotfélag Akraness með 269 stig.

AddThis Social Bookmark Button