Ásgeir tók gullið í Hollandi í dag Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 07. febrúar 2014 17:27

asgeir_styrkmyndasgintsh2014Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í loftskammbyssu, á alþjóðlega mótinu Inter-Shoot í Hollandi í dag. Hann komst í úrlsit með frábæru skori 588 stig, aðeins einu stigi frá Íslandsmeti sínu. Í úrslitunum skoraði hann 203,9 stig en næsti maður var með 198,6 stig. Frábær árangur hjá honum og óskum við honum til hamingju með gullið.  /gkg

AddThis Social Bookmark Button